the
 
the
föstudagur, ágúst 01, 2008
Styttist í óðum í ÓL
Í dag er aðeins vika í opnunarhátíð Ólympíuleikanna! Finnst ótrúlegt hvað þetta er búið að vera fljótt að líða og ég væri svo til í að það væri ennþá ár í leikana... og sinarnar væru í lagi. Finnst mér vanta aðeins meiri tíma til að koma mér í betri hæðir. Þó gæti eins verið að það hefði ekkert uppá sig. En allavega, formið er þó á uppleið og ég finn með hverju mótinu núna að öryggið eykst og ég fer á stífari stangir. Í Póllandi í fyrradag fór ég 4,15 í fyrstu og 4,30 einnig létt í fyrstu en svo kom að 4,40 og enn einu sinni rétt felli ég. Þetta er spurning um sekúndubrot sem ég þarf að fara meira afturábak á stönginni en einhverra hluta vegna, sama hvað ég reyni að hugsa það, þá vill hugurinn ekki framkvæma þetta litla atriði. En eins og ég segi er ég orðin ánægð með atrennuna og uppstökkið er orðið betra (var oft að kikna í hnénu framan að sumri) og stökkin farin að fljóta í gegn án þess að ég þurfi að pína hausinn á mér fyrir hvert stökk. Ég skal ná þessu auka sekúndubroti sem þarf til að fara yfir ránna í Pekíng.

Þegar ég lenti i Köln í gær fór ég beint til Düsseldorf í sprautu á sinina enn einu sinni og vona ég að þetta haldist núna nógu gott fyrir leikana. Ég verð að æfa á þetta á fullu næstu daga til að geta haldið formi og helst bætt það. Er að spá í að setja æfingaprógramm mitt 2ja næstu vikna á thorey.net til að leyfa ykkur að kíkja á það. Fyrir síðustu leika setti ég matardagsskránna sem sló svo heldur betur í gegn :) Æfingaprógrammið er þó auðvitað ekkert heavy dæmi þ.s mótið nálgast og ferskleikinn er í fyrirrúmi.

Gummi er kominn til mín og við höldum til Japan á mánudaginn. Úff bara helgin eftir og svo er þetta allt að skella á. Hann fer þó heim 13.8 eða daginn sem ég fer til Pekíng.
posted by Thorey @ 16:20  

2 Comments:

At 10:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér allt í haginn í Peking, og njóttu bara ferðarinnar og þess að keppa. Taktu þessu með léttu spori sértu beðin um eiginhandaráritun undir nafni Carolinu Kluft (ætli kínverjar séu e-ð skárri en japanir í þeim efnum?)...

- Tom Katsuragi

 
At 10:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, gott að heyra að þetta er að koma 4,30 með 12 skrefum gott það ætti að vera ca 4.60 á fullri atreni ef hröðunin er í samræmi við það.eg vona að allt gangi vel eg er með hugann hja ykkur eg veit að þú getur getrt góða hluti ef þú ert heil og notar keppnisskapið á réttu augnarbliki þú veist að hausinn er það sem skiptir máli þegar augnarblikið rennur upp.Eg er að byggja í dalnum mínum inná milli fjallanna yndislegur staður til að gleima öllu stressi. gangi þér vel

Kiddi

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile