the
 
the
mánudagur, júní 16, 2008
Rabat, Marokkó
Við Silke, Leszek, Carolin Hingst, Natasha Benner og Ann-Kathrin Swartz flugum síðastliðinn fimmtudag til Casablanca í Marokkó. Þaðan var svo keyrt til Rabat þ.s við kepptum svo á laugardag. Þetta var alveg ágætis ferð í heild, gott hótel og geggjaður matur. Ég gjörsamlega át á mig gat af allskonar góðgætum. Ég er með ólívu æði og mér til mikillar ánægju voru ólívur í boði í hverri máltíð. Ég var með stelpu frá Kólumbíu í herbergi og talaði hún bara spænsku svo við töluðum ekki stakt orð allan tímann.

Keppnin sjálf var í áttina hjá mér. Aðstæður voru gjörsamlega fullkomnar, meðvindur og passlega heitt. Það var þó ekki nóg til að ég stykki hærra en á síðustu mótum og auðvitað var ég pirruð yfir því. Fór bara byrjunarhæðina 4,22 en næsta hæð var 4,37 og átti ég alveg að geta það. Tæknin var þó mun betri en á síðasta móti og ef aðstæður verða góðar í Tallin vonast ég til að ná hærri hæð þar.

Tók fullt af myndum en við kíktum í göngutúr á frídeginum og set þær í dag inn á thorey.net
Myndin hér að ofan er tekin á símann í keppninni og eins og þið sjáið voru um 90% áhorfenda ungir karlmenn. Þeir héldu uppi rosa stemningu með hrópum og köllum og hálf dönsuðu í stúkunni.
posted by Thorey @ 07:18  

1 Comments:

At 1:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Helló Þórey!
Bara á fullu að keppa út um allan heim? Hljómar æðislega! Er Gummi hjá þér í allt sumar? Ég er í Danmörku, tók tvö upptökupróf um daginn sem ég náði (yes!) og er komin með vinnu á kaffihúsi í Hróarskeldu. Því miður er ég með slæma hálsbólgu núna og hef verið veik þrisvar síðan ég byrjaði að vinna þar. Erfið vinna og langar vaktir þannig að ég ætla að sækja um vinnu annarstaðar í ágúst. Í júli er planið að fara á Hróarskelduhátíðina og síðan með lest til Frakklands og ferðast um landið í mánuð. Hlakka rosalega til! Gangi þér vel að keppa og njóttu sumarsins:)og skilaðu kveðju til Gumma.
Kkv. Emilie

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile