the
 
the
sunnudagur, maí 25, 2008
Eurovision
Í gær voru allir félagar mínir hérna í burtu að keppa svo eurovisionkvöldið varð ég að eyða með sjálfri mér. Langt síðan ég hef upplifað mig svona sorglega eins og í gær en tek það fram að mér leiddist ekki og var meira að segja ekkert svo einmanna. Ég byrjaði á því að fara ein út að borða sem er ekkert nýtt fyrir utan að það var ekki beint eftir æfingu í æfingagallanum heldur á laugardagskvöldi í gallabuxum :) Síðan fór ég og náði mér í pínulítið slikkerí og beið eftir því að keppnin hófst. Nema, aldrei byrjaði hún! Þjóðverjar sýndu ekki keppnina!! Vá hvað ég var svekkt og hneyksluð. Eftir smá bras í tölvunni fann ég þetta á netinu og gat horft á þetta þar sem betur fer.

Íslenska lagið fannst mér koma þvílíkt vel út og þjóðarstoltið blossaði upp í mér þegar þau voru á sviðinu. Sá á mbl að götur voru auðar á Íslandi því allir voru að horfa á sjónvarpið. Þetta er það sem ég dýrka við landið okkar, samstaðan er ótrúleg.

14.sæti raunin og er það frábær árangur. Mitt mat fyrir nágrannakosningum er sú að nágrannaþjóðirnar hafi einfaldlega svipaðan smekk og kjósi þessvegna frændur sína. Sjálfri fannst mér danir og norðmenn mjög góðir og var ég ekki hissa á stigum til þeirra eða frá þeim. Okkur finnst Austur-Evrópa oft með fáránleg lög en ég held að þeim þyki einmitt það sama um okkur í gömlu Evrópu. Við erum hallærisleg í þeirra augum..

Önnur ástæða fyrir nágrannaríkjakosningunni er jú auðvitað líka sú að nágrannalönd blandast meira. Ekki flytjum við til úkraínu og kjósum okkur þaðan.. Það er mikið um tyrki í Þýskalandi og meðal annars þessvegna fá tyrkir alltaf mikið af stigum frá þjóðverjum. Annars fannst mér tyrkneska lagið í þetta sinn bara alveg ágætt. Einnig búa jú margir íslendingar í danmörku og hjálpa okkur þar að fá þessi 12 stig.

Einu stig þjóðverja voru 12 stig sem þeir fengu frá Sviss. Hljómsveitin No Angels söng fyrir þjóðverja og er þetta band mjög vinsælt hér og ná vinsældir þeirra niður til Sviss. Var ekki rússinn einmitt celeb í Austur - Evrópu?

Hættum að svekkja okkur á þessari kosningu. Þetta er bara svona, verður svona og við erum svona sjálf!

Þótt við eigum kannski ekki mikinn sjéns á sigri í þessu þá eru aðrar þjóðir í sömu sporum. Það er jú bara 1/43 líkur á að vinna (voru ekki 43 lög sem tóku þátt?) Samstaðan, skemmtunin og að komast í úrslitakeppnina er algjörlega þess virði þátttöku Íslands að mínu mati.
posted by Thorey @ 07:38  

3 Comments:

At 10:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu, sýndu Þjóðverjar ekki keppnina? Skv því sem ég las í Eurovision mogga blaðinu verða þjóðirnar að sýna alla keppnina í beinni til að fá að vera með.. er kannski einhver undanþága hjá þessum stóru sem eru bara fast þarna inni?
Annars gott mál að það sé allt að gerast hjá þér (sbr eldri færslur) og vonandi gera þessar sprautur eitthvað jákvætt fyrir tímabilið :)

 
At 7:05 f.h., Blogger Thorey said...

ég hitti Irinu, rússnesku vinkonu mína í gær og fór að tala um eurovision. Þá sagðist hún hafa verið að horfa á það líka! Svo sagðist hún hafa hætt því klukkan var að verða 2. Ég man ekki betur en að ég hafi verið komin upp í rúm um 1 og voru þá úrslitin ráðin. Þetta er mér ráðgáta og ég mun spurjast fyrir um þetta í dag. Samkvæmt þessu virðist sem þeir hafi sýnt þetta seinna en LIVE. Skil þá ekki hvernig stigagjöfin þeirra var eiginlega.

 
At 4:41 e.h., Blogger Thorey said...

ok þetta var bein útsending en á ríkisstöðinni sem ég er óskiljanlega ekki með.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile