fimmtudagur, maí 22, 2008 |
EM í fótbolta |
Eins og flestir vita fer EM í fótbolta að hefjast. Það er klárt mál að sum liðin eru með meiri peninga á milli handanna og geta gert meira fyrir menn sína. Ég held að það sé óhætt að segja að nóg sé af peningum fyrir þýska liðið. Núna eru allir leikmenn liðsins staddir á Mallorca ásamt fjölskyldum til að jafna sig eftir leiki vetursins. Borgað var fyrir heilt stór glæsilegt hótel til að enginn annar en þeir yrðu þarna til að trufla. Síðan fara fjölskyldurnar heim og við taka viku æfingabúðir. Að sjálfsögðu er nóg af læknum, sjúkraþjálfurum og öðru aðstorðarfólki til staðar til að þjóna þeim.
Á morgun á ég tíma hjá einum af þessum læknum (sami og síðast). Hann er við bara á morgun og tekur við sjúklingum bara þá því svo er hann næsta mánuðinn með landsliðinu. Ég var alveg hrikalega heppina að fá tíma, finnst það hreinlega þýða það að tímabilið mitt geti orðið gott. Án þessa læknis gæti ég einfaldlega ekki æft og hvað þá stokkið! Semsagt takk takk takk þú þarna uppi ef þú ert til :) |
posted by Thorey @ 12:45 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home