föstudagur, maí 09, 2008 |
Fyrsta mót búið |
Þetta gekk bara skal ég segja ykkur vel!!! Mitt besta tæknilega séð fyrsta mót ever! Hæðin var þó ekki nema 4,20 en ráin var sett síðan beint í 4,40 og ég var svo óheppin að fara ekki yfir 2x. Þetta rann allt í gegn og tæknin var bara virkilega góð :) Hægri hásinin var alveg frábær en sú vinstri því miður mjög slæm. Ég verð líklega að drífa mig í fleiri sprautur þegar ég kem heim til Leverkusen.
Við förum beint heim i kvöld eða réttara sagt leggjum við af stað eftir hálftíma. 6 tíma næturflug til Frankfurt og svo 2 tímar í bíl! Úff hvað ég verð dauð þegar ég kem heim. Kem með ferðablogg fljótlega. |
posted by Thorey @ 19:21 |
|
|
|
|
9 Comments:
Vel gert Þórey!!! Stolt okkar litlu eyju.
Þegar 4.40 er komið þá mun hitt fylgja í kjölfarið. Haltu áfram að halda þínu striki!
Tom
Frábærar fréttir :) Ef þú heldur áfram svona þá mun allt ganga upp. Koma svo!
Kv. Helga Margrét
FRÁBÆRT... Flott Þórey! til hamingju - frábær byrjun!
Þú ert æði!
Æðislegt að þú skulir byrja svona. Ég er búin að hugsa mikið til þín. En samt ekki nógu gott að önnur hásinin sé ekki góð. En vonandi sprauturnar virki á það.
Gangi þér bara áfram vel
kveðja Bryndís
Glæsilegt Þórey, til hamingju!!!
Til hamingju me� �etta. Fr�b�r byrjun � g�u sumri. Kemur ekki � �vart!
Frábært hjá þér Þórey. Til hamingju :)
Takk takk :) Þetta er nú samt engin hæð sem ég fór en eins og ég segi er ég bara ánægð með að hafa verið að fíla mig og verið að gera hlutina rétt. Framhaldið ætti því að vera nokkuð bjart.
Þetta var mjög góð byrjun og frábær tilfinning þegar maður er að fíla sig vel. Það er ekkert annað en bjart framundan :) Gangi þér vel.
Skrifa ummæli
<< Home