the
 
the
fimmtudagur, maí 01, 2008
Styttist í mót
Það er orðið klárt að ég flýg til Doha á miðvikudaginn og keppi þar á föstudaginn. Eins og ég segi fer ég þangað engan vegin tilbúin en maður verður víst að byrja einhvern tímann að keppa. Ég hef svosum sjaldan verið tilbúin fyrir fyrsta mót. Einu sinni var ég aldrei búin að stökkva á fullri atrennu og gerði það fyrst í keppninni.. góður undirbúiningur það..

Vikan er voðalega róleg hjá mér núna og ég býð bara eftir næstu stökkæfingu sem er jú á morgun. Kíkti í Nachos á Havana með Angi um daginn bara til að komast aðeins útúr húsi og fara þá annað en á æfingu.

Hér er að sjálfsögðu mikið talað um sorglega fjölskylduatburðinn í Austurríki. Í öllum spjallþáttum er rætt við lækna, sálfræðinga eða fyrrverandi fórnarlömb slíkra atvika. Ein kona sem pabbi hennar og afi er sami maðurinn sagði að fleiri en karlinn gætu ekki annað en að hafa vitað þetta. Það er einnig mikið spurt hvernig nágrannar gætu ekki hafað tekið eftir neinu eða lögreglan hafi ekki reynt að hafa uppá Elisabeth eftir að hafa átt að hafa skilið 3 börn fyrir framan dyragættina. Hugsið ykkur að eina ástæðan, og þvílíkt lán í óláni, fyrir að þetta uppgötvaðist var að 19 ára stelpan varð lífshættulega veik og læknarnir gátu ekki fundið hvað var að henni. Þá þurfti að finna móðurina til að geta komist betur að niðurstöðu um hvað amaði að. Læknarnir auglýstu eftir henni í sjónvarpinu. Hryllilegt mál í alla staði og manni verður hálf flökurt að lesa eða horfa á fréttir um þetta.
posted by Thorey @ 16:30  

5 Comments:

At 6:44 e.h., Blogger Unknown said...

Gangi þér vel á mótinu, fylgist spennt með héðan af fróni!

Jóhanna Ingad.

 
At 9:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel, bara að muna "du måste jobba jobba hela vägen" lesist með hreimnum hans Stanley Szczyrba (o:

 
At 7:06 f.h., Blogger Thorey said...

Takk stelpur!

Já ég heyri sko alveg í Stanley segja þessi orð og jú svo segir hann líka gjarnan "jobba igennom" :)
Hugsa nú oft til hans, þetta var skrítinn tími í Svíþjóð.

 
At 12:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel á mótinu!

Baráttukveðjur
Auður Aðalbjarnar

 
At 1:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér ofsalega vel Þórey!
Mér finnst þú standa þig alveg rosalega vel alltaf og það hlýtur að þurfa alveg ofsalega hörku til að halda alltaf áfram sama hvað gengur á.
Langaði bara að senda þér kveðju og láta þig vita að ég fylgist með þó ég sé ekki dugleg að skrifa.
Kveðja Sólveig og fjölskylda

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile