mánudagur, apríl 28, 2008 |
2. stökkæfing á 16 skrefum |
Já skellti mér í fulla atrennu í dag en þó á flötum. Ætla nú ekki alveg að fara yfir um þótt ég sé mun betri í fótunum.. Gekk svona lala. Þetta var bara mjög týpísk önnur æfing þ.s atrennan er óörugg, stundum of nálægt og stundum of langt frá. Fýla mig þó vel og sterka sem er svosum ekki venjulegt fyrir aðra æfingu. Þannig að þetta var ekkert svo slæmt. Fór síðan í nudd á nýju vöðvahópana sem eiga að vera nuddaðir frá tilskipun læknisins og vá hvað ég var stíf þar! Var mjög ánægð að finna það því þá er eitthvað til að vinna í til að gera mig enn betri í skrokknum.
Er síðan bara búin að vera að skipuleggja mót og flug ofl í þeim dúr í dag. Er líklega komin á 2 mót hér í Þýskalandi sem Silke keppir á líka og þar af leiðandi verður Leszek þar einnig. Verð að reyna að elta þau sem mest.
Einnig er ég að reyna að sjóða saman dóti i heima ljósmyndastúdíó á netinu. Það er ekki hægt að kaupa tilbúinn pakka eins og heima svo ég verð að hafa mikið (allavega eitthvað) vit til að geta pantað þetta. Svo vitið þið bara að ég mun jú eiga þetta alla æfi og ef ykkur vantar myndatöku þá verður hægt að hóa í mig :) |
posted by Thorey @ 14:40 |
|
|
|
|
2 Comments:
Gaman hvað þú ert orðin dugleg að blogga og gott að fylgjst með svona beint í æð hvað þú ert að gera. Frábært að þessi læknir hefur vit á því sem hann er að gera og vonandi ertu buin að hitta á það sem mun ''lækna'' þig!!
Kveðja úr Athens
Sigrún
Frábært að heyra af þessum lækni og ég er alveg sammála að hér heima mætti opna augun fyrir fleiri aðferðum og einmitt að komast að rót vandans.
Það er rosalega gaman að fylgjast með þér og þú ert meiriháttar hetja í mínum augum. Ég hlakka mikið til fylgjast með þér í sumar.
Skrifa ummæli
<< Home