the
 
the
laugardagur, apríl 19, 2008
1. æfing á 16 skrefum
Ég stökk í fyrsta sinn í 8 mánuði á fullri atrennu í dag. Var reyndar bara í flötu skónum, eins og vanalega, en gekk það samt bara fínt. Fyrsta æfingin er alltaf eitthvað sem þarf að sigrast á því manni finnst atrennan endalaust löng (...35m...). Maður þarf að þora að skella stönginni í stokkinn. Ég var bara á mjúkri stöng og með gúmmisnúru fyrir rá. Það er mikill léttir skal ég segja ykkur að vera búin að ljúka þessu skrefi af.

Ég fékk smá boost í morgun þegar ég opnaði pósthólfið mitt og sá að ég var komin inn á Super Grand Prix mót í Doha þann 9.maí. Vésteinn, umboðsmaður minn, sendi mér tilkynninguna og ég varð auðvitað hoppandi kát yfir að vera komin inn á alvöru mót á ný. Nú verð ég bara að spíta í lófana, bíta á jaxlinn og stökkva síðan vel þarna til að koma mér í gang fyrir sumarið. Einnig verður þessi Dr. Müller Wohlfart, margumtalaði, að lækna mig!

Þvílíkur léttir yfir mér allri í dag. Ég held ég taki meira að segja bara til :) Ef ég er döpur þá er drasl hjá mér og ef ég er kát þá er hreint... Óreiðan inní mér sést semsagt alltaf utan á mér.
posted by Thorey @ 12:32  

4 Comments:

At 5:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu þegar þú segir flötum vastu þá ekki á þessum nýju fínu "gaddaskóm" sem þú fékkst frá Össuri? Hvernig virka þeir annars? Annars sendi ég lækninum strauma og vona að allt gangi vel bæði lækningar og mót.

 
At 12:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ég kannast alveg við þetta að þegar maður er í góðu skapi og jafnvægi fer maður oft að taka til og það verður líka miklu skemmtilegra. Þegar sólin skín, þá langar mig alltaf líka að taka til. Frábært að þú skulir vera búin að yfirstíga þessa 16 skrefa æfingu. Gangi þér bara áfram ofboðslega vel
kveðjur frá þinni stoltu frænku Bryndísi
p.s. það er mynd af útskriftarverkinu hennar Hönnu í laugardagsmogganum ef þú getur séð hann á netinu. Mjög flott verk hjá stelpunni.

 
At 3:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku þórey mín ...

flott blogg - æðislegt að æfingin gekk vel ... og léttir yfir okkur hinum að það létti yfir þér!

nú tekurðu 9. maí með trompi!

þú ert æði skvísan mín!

 
At 12:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohhhh eg var ad lesa sidustu pistlana thina og fekk samviskubit yfir ad kommenta ekki oftar hja ther! Eg les alltaf bloggid thitt en kommenta of sjaldan. I hvert skipti sem erfidlega gengur vona eg og bid thess ad nu seu vandamalin fljotlega ad baki hja ther...

Sammala ollum hinum: Thu ert frabaer ithrottakona og rosalega flott fyrirmynd. Eflaust erfitt ad hafa svona slitrott studningsnet, serstaklega thegar ad a moti blaes :( En thu att eflaust mjoooog marga addaendur sem hvetja thig afram i laumi og thvi mattu ekki gleyma!

Risaknus fra Fransi!

Asdis Joh.
Asdis Joh.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile