the
 
the
mánudagur, apríl 14, 2008
Kúvending á degi!
Þegar ég vaknaði í morgun var ég að fara að láta taka úr mér tvo endajaxla og láta gera við eina skemmda tönn.
Ég átti fyrst skoðunartíma hjá endajaxlasérfræðingnum. Hann sagði mér að jaxlarnir í efri gómi litu vel út (lét taka úr neðri gómi í fyrra) og þeir gætu ekki verið að valda neinum verkjum í hásinunum eins og sjúkraþjálfari hérna er að halda fram. Niðurstaðan var samt sú að taka þá bara til að vera viss og til að vera laus við þá en þó seinna í dag, eftir að væri búið að gera við eina tönn. Ok ég fer til venjulega tannlæknisins, hann lítur uppí mig og segir bara að það sé engin skemmd tönn þarna og ég væri með alveg þvílíkt flottar tennur. Spurði mig svo við hvað ég væri að vinna. Ég sagðist bara vera íþróttakona. Hann kinkar kolli og segist sjá það á tönnunum. Það sést víst á tönnunum við hvað fólk vinnur því það borðar eftir því (smá mont..). En jæja, Þá bættist þriðji tannlæknirinn við og við ræddum endajaxlana enn á ný. Sá sagði mér að láta alls ekki taka þá, allt liti mjög vel út og þetta svæði væri akupunktur punktur og ætti því ekki hreyfa við einhverju af óþarfa. Svo kíkti þessi tiltekni tannlæknir á lappalengdina á mér og sagði aðra vera lengri (sem er jú rétt). Þá tók hann sig til og beygði mig og teygði, mældi svo aftur og þá voru þeir jafnir... Svo kenndi hann mér æfingar til að halda þeim jafn löngum. Og já ég er enn að tala um tannlækninn!
Niðurstaðan varð semsagt, engin skemmd tönn, ég fæ að halda endajöxlunum og slepp við óþarfa verki og eymsli í munninum (var reyndar búin að undirbúa mig með alveg þvílkri eplapönnuköku með kanil og sykri í hádeginu í dag..).

Dagurinn semsagt búinn að vera allur hinn besti og í þokkabót eru sinarnar mun skárri í dag. Svo furðulegt hvernig þetta virkar. Stundum alveg að kálast og stundum í lagi. Næst á furðulegu dagskránni er fótanuddsérfræðingur (2 tímar að keyra aðra leið!) sem nuddar iljarnar til að tékka hvort eitthvað sé í ólagi í líkamanum. Sá hinn sami bjargaði einum manni frá dauða einu sinni. Þessi maður var með sýkingu í líkamanum en læknarnir fundu ekki hvaðan hún kom. Hann átti bara nokkra daga eftir ólifaða þegar hann fer til nuddarans og hann finnur að það er eitthvað í ólagí í munninum. Maðurinn fer til tannlæknis og þá finnst tönn í ólagi og þegar þeir fjarlægðu hana lá við að liði yfir fólkið þarna af stybbu og ógeði sem vall uppúr holunni. Manninum var bjargað.

Jæja ætla að fara að taka til og halda uppá munninn minn með einhverju gómsætu :)
posted by Thorey @ 14:50  

2 Comments:

At 10:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Oj ógeðsleg var þessi dæmisaga í endanum með aumingja karlinn.

Kannast jú við þetta með að hásinarnar séu á flakki. Hélt upp á 25 afmælið fyrir ári síðan með 30 km hlaupi, en frá því í haust hef ég ekki getað hlaupið almennilega enda eru iljar, hásinar og ökklar að stríða manni. Síðan fer þetta og kemur svo aftur, 5 sinnum verra...
Brá á það ráð að skipta út hlaupum að hluta til með gönguæfingum (þ.e race-walking, sem enginn á íslandi æfir), en þá fer jú beinhimnubólgan að segja til sín.....

Jæja, vona að hásinar fari nú endanelga að lagast hjá þér. Slæmt að hafa fremsta íþróttamann landsins á hliðarlínunni :(

Tom Katsuragi

 
At 12:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábær dagur hjá þér!!
Þú hefur rétt fyrir þér með myndina á síðunni minni. Hún er einmitt tekin þar sem maður kaupir miða til að fara í kláfinn. Snillingur ertu!
Cape town er OF langt í burtu ég er sammála því. Mér finnst það sérstaklega á þessum tímapunkti þar sem ég er að fara að læra fyrir 50% próf í þróunnarsálfræði - eeengan veginn að nenna því. Langar bara að stinga af til SA og upplifa e-ð nýtt:) En þessi törn er alveg að vera á enda og þá fer ég líklegast að temja í mánuð á Egilstöðum! Ekki gott hjá mér?
Gangi þér vel að halda löppunum jafn langar hehe...

Kv. Emilie

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile