the
 
the
þriðjudagur, mars 25, 2008
Tenerife
10 dagar á Tenerife (fyrir norð austan í Toscal Longuera) liðu mjög hratt. Veðrið var alveg ágætt en þó stundum aðeins of kalt fyrir kuldaskræfu eins og mig. Sólin hefði mátt skýna meira en náði þó aðeins að sleikja okkur. Það var sama lappavesen á mér eins og vanalega og reyndi ég því að gera gott úr ferðinni með því að nýta hana í hvíld og endurhæfingu fyrir suður afríku æfingabúðirnar. Ég leigði mér því bíl í 4 daga og skoðaði mig aðeins um. Við Gummi fórum upp á Pico de Teide, ég keyrði svo nánast hringinn i kringum eyjuna og stoppaði í Santa Cruz og á Playe de les Americas þar sem túristaparadísin er. Síðasta bílaleigudaginn fórum við í "menningarferð" til Garachico og prófuðum ýmis kaffihús þar. Um kvöldið var svo farið í steik með Sigga og Sólveigu niðrí Puerto de la Cruz og vildi ég vera "on the save side" og leggja í bílastæðahúsi. Þegar við ætluðum að keyra heim var bílastæðahúsið bara lok lok og læs en því lokaði kl 21:15! Sem mér finnst nú fáránlega snemmt. En ok, taxi tekinn heim en vandamálið var að ég átti að skila bílnum fyrir kl 08 daginn eftir. Húsið opnaði þó ekki fyrr en kl 09 og þar sem bílaleigan var þýsk sat ég þokkalega í súpunni. Gellan kom alveg brjáluð daginn eftir og vildi að ég sýndi sér nákvæmlega hvar bílastæðahúsið væri. Kl var 08 og ég ný risin úr rekkju, linsulaus og morgunandfúl. En jú ég fór með henni og eftir smá rúnt og skammir af hennar hálfu (þjóðverjar eru voða duglegir að skamma mann eins og maður sé 9 ára) fundum við húsið og allri gátu farið sælir heim.

Siggi var duglegur að stinga í mig nálum og náði hann hásininni á ágætt skrið. Bólgan minnkaði en við minnsta álag á ný virtist hún versna. Ég gat þó lyft vel og haldið mér ágætlega við í hinum ýmsu æfingum. Kastaði líka spjóti, kringlu og kúlu og naut þess að vera á vellinum með hinum Íslendingunum.

Við Gummi flugum á Páskadag aftur til Þýskalands og höfum við haft núna 2 daga til að slaka á og þvo þvott. Á morgun fljúgum við svo til Suður Afríku þar sem ég verð heil og æfi vel.

Myndir inn á thorey.net
posted by Thorey @ 14:25  

2 Comments:

At 7:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ.. Takk æðislega fyrir góða ferð.. mjög gaman að fá ykkur Gumma til okkar :)

Náði aldrei að kveðja ykkur þar sem ég vissi ekki að þið færuð svona snemma. Gangi þér vel að æfa ;)

Kveðja Íris Þórs :D

 
At 7:39 f.h., Blogger Unknown said...

kevin durant shoes
visvim shoes
pandora charms
birkenstock sandals
ray ban sunglasses
mishka clothing
cavaliers jerseys
fendi handbags
ralph lauren pas cher
michael kors outlet

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile