laugardagur, mars 01, 2008 |
Helgin |
Það er allt að komast á rétt ról hjá mér aftur. Fæturnir nánast grónir og æfingar að detta í góðan rythma. Ég var að fatta að ég hef ekki tekið neinar almennilegar myndir af aðstöðunni minni hérna til að sýna ykkur svo á næstu dögum mun ég redda þeim setja þær hér inn.
Gumma karlinn ætla ég bara að senda með lestinni... Já spurning um að keyra í 7 tíma allt í allt í ekki svo þægilegum bíl eða láta hann dúsa í 3 tíma og 18 mínútur í lest þá fannst mér það seinna skynsamlegra (og jú ódýrara). Vona að hann fyrirgefi mér.. Hann semsagt kemur á morgun og ég hlakka mjög mikið til :)
Dagurinn í dag fer þá bara í að undirbúa komu hans, tiltekt og fataflokkun því ekki eins og það sé eitthvað pláss í skápunum hjá mér. Kannski ég skelli mér í IKEA og fjárfesti í einhverju lífsónauðsynlegu. Það er alltaf svo gaman.
Annars var brjálað veður í nótt. Ég hef aldrei vitað annað eins hérna. Ég meira að segja vaknaði við það, komst upp í töluna 16 í eldingum (skíthrædd að hugsa um skíðaferðalagið fræga í 8.bekk þegar ég fékk eldinguna í hausinn....) en sofnaði loks vært. En vindurinn var slíkur að húsið hristist og eldingarnar voru hérna við mig og því allt bara blátt. Ég beið eiginlega eftir því að tréð fyrir framan eldhúsgluggann (stikagreni sem er miklu hærra en húsið mitt sem er þó 3ja hæða) mundi skella á húsinu. Svo hitti ég Angi á æfingu áðan og það sem hún lenti í í nótt var hreinlega fáránlegt. Kl um 03 var hún að keyra á hraðbrautinni heim og 300m fyrir framan exitinn hennar verður slys og allt stoppar. Löggan lokar veginum og hún húkir í bílnum sem verður að lokum rafmagnslaus. Út fer Angi að spurja fólk í næstu bílum hvort það sé með startkapla en nei enginn var með þá (og rigningin úti var ekkert eðlileg!) Loksins koma einhverjir gaurar og hjálpa henni að ýta í gang. Ofan á allt er hún að drepast úr pissuspreng en þarf að bíða í um 2 tíma þar til löggan hleypti umferðinni í öfuga átt á hraðbrautinni þ.e hún þurfti að snúa við og með einhverjum krókaleiðum keyra heim. Vá pirr en ég held við þökkum nú samt bara fyrir að það var ekki hún sem lenti í þessu slysi. |
posted by Thorey @ 14:07 |
|
|
|
|
1 Comments:
Fínt hjá þér að láta Gumma bara taka lestina :)
En elding í hausinn....shit..það skýrir ýmislegt ;)
Kv. Albert
Skrifa ummæli
<< Home