the
 
the
sunnudagur, febrúar 17, 2008
Tíminn flýgur
Allt í einu flýgur tíminn bara áfram. Við erum búnar að vera duglegar við allt. Æfa, borða, sofa, út að borða, handboltaleik, í bæinn og í dag er okkur boðið í pizzu til Angi og svo ætlum við bara í göngutúr um hverfið mitt og horfa á dvd-myndir. Einnig höfum við hlegið mikið, fórum til dæmis út að borða á Valentínusardaginn og sátum frá kl 19 til kl 00.30 að borða, spjalla og hlægja til skiptis. Algjört snilldarkvöld.

Við fórum semsagt að horfa á Gummersbach spila á móti Valenji Goronji (eða eitthvað álíka) í Champions League og eins og þið vitið vann jú Gummersbach. Á miðvikudaginn kemur svo Ciudad Real og ég held við verðum að mæta á þann leik líka.

Silja virðist vera mjög hrifin af vellinum mínum hérna (ekki hissa á því) og ég held hún ætli bara ekkert heim... Það eru auðvitað allir að spurja mig hver þessi sæta ljóska er og að sjálfsögðu sé ég svo hvern einasta karlmannshaus stara á eftir henni á brautinni. Mjög fyndið en auðvitað gaman :)

Hmm og já Isinbayeva setti víst heimsmet innanhúss í gær, fór 4,95. Ágætt bara..
posted by Thorey @ 08:52  
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile