miðvikudagur, febrúar 06, 2008 |
Dagur 3 |
Þá er það harðsperruprógramm á ný. Fékk auðvitað strax harðsperrur eftir fyrsta daginn, ótrúlegur fjandi. En ég er nú reyndar ein af þeim sem líkar það að fá harðsperrur. Fyrsta vikan er semsagt í gangi og prógrammið leggst mjög vel í mig. Gerðist svo drjúg að plana lyftingaræfingar og þyngdir 8 vikur fram í tímann. Markmiðin eru þessi:
Klín frá gólfi í lok apríl 87,5kg (á 82,5 síðan i fyrra) Klín frá hnjám í lok apríl 90 kg (á 87,5 síðan 2001) Snara í lok apríl 60 kg (á 55 kg síðan í fyrra) 90°hnéb í lok apríl 110 kg Líkamsþyngd í lok apríl 67 kg (er núna 64 kg - á mest 66 kg) Líkamsþyngd í ágúst 64,5 kg 30 m fljúgandi í lok júlí 3,43 s (á best 3,44 í júlí 04 - hleyp núna c.a 3,70) Stangarstökk í ágúst 4,70
Að opinbera markmiðin setur jákvæða pressu á mig. Ég ætla að ná þessu! |
posted by Thorey @ 08:33 |
|
|
9 Comments:
Áfram Þórey!!!
Líst vel á þetta... kemur mér bara á óvart hvað þú átt nú miklar þyngdir - því þú ert nú ekki mikið - enda bara 64 kg...
Gangi þér vel - gott hjá þér að setja markmiðin á bloggið!
Love
Silja
Líst massa vel á þetta. Solid plan. Hef fulla trú á þér í þessu og hlakka til að horfa á þig vippa þér yfir þessa 4.70 í úrslitunum í ágúst.
Finnst alltaf jafn fyndið þegar fólk vill fá kílóa fjöldan upp, finnst það ekki alveg passa :) En gangi þér rosalega vel að ná markmiðunum þínum, hef fulla trú á þér!!!!
Það er svo gaman að fylgjast með þér og ég hlakka til að sjá afraksturinn í ágúst. Gangi þér vel!!
Flott markmið!
Gangi þér rosalega vel með þau :)
Það verður spennandi að sjá afraksturinn í ágúst.
Kv. Rakel Ingólfs
Gangi þér vel að ná markmiðunum! Ég fylgist með eins og venjulega :)
Ásdís Jóh.
Já Þórey :) Þetta eru rosa flottar tölur og ég veit þú nærð þessum markmiðum.
Bara áfram þú!! Það halda allir með þér !!!
Koma svo!
Kv. Helga Margrét
Ég tek nú undir með Silju, kemur mér á óvart hvað þú hefur tekið..berð það ekki með þér að vera eitthver kraftaköggull:)
Gangi þér vel að ná markmiðunum!
Sigrún Fj.
kd 12
golden goose slide
off white
Skrifa ummæli
<< Home