sunnudagur, janúar 13, 2008 |
Nýr umboðsmaður |
Um áramótin skipti ég um umboðsmann og er ég komin aftur til Vésteins Hafsteinssonar. Síðustu 4 ár hef ég unnið með Marc Osenberg sem ég hef verið svona mis ánægð með. Hann bjóð þó í Leverkusen og voru því öll samskipti auðveldari. Ég vann þar á undan með Vésteini og var alltaf ánægð með hann og saknaði eftir skiptin. Ég er því mjög ánægð með að vera farin að vinna með honum aftur.
Ég er enn stödd á Íslandi. Fer út þann 21.janúar og mun voða lítið koma heim fyrr en næsta haust. Búið er að plana æfingabúðir í Tenerife í mars í 2 vikur og svo þar á eftir 2 vikur í Suður Afríku. Ég mun líklega keppa á nokkrum mótum núna innahúss en þó munu allar áherslur liggja á sumrinu. Þ.e innanhússtímabilið mun vera meira sem æfing en alvarleiki enda þarf ég að spara keppnisskóna sem mest vegna fótavandamála. Mig langar þó að reyna að keppa á Meistaramóti Íslands þann 8.-9. febrúar ásamt nokkrum mótum útí heimi. Þó er ekkert ákveðið í þeim efnum. |
posted by Thorey @ 11:42 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home