the
 
the
laugardagur, nóvember 17, 2007
Æfingavikan á enda
Jæja þá er 25 tíma æfingavikan á enda og satt að segja er sunnudagurinn á morgun kærkomin hvíld. Ég æfi þó aðeins öðruvísi en áður eða ég tek bara tvær erfiðar vikur í einu í stað þriggja. Síðan kemur róleg vika. Allt gert til að halda mér heilli og svo er auðvitað regla númer eitt að hlusta á viðvaranir frá líkamanum. Hann lætur vita ef honum er misboðið. Á milli æfinga er svo sauna, bað með matarsóda, nudd, laser, golfkúlunudd og kæling.

Ég komst að einu í dag, ég er lofthrædd. Já stangarstökkvarinn er lofthræddur og þetta er í fyrsta sinn sem ég viðurkenni það... Við vorum að klifra í kaðli í dag en efst uppi (sem er þakið í frjálsíþróttahöllinni) áttum við að sleppa kaðlinum og láta okkur detta á bakið í stangarstökksdýnuna. Ég hefði getað skælt af hræðslu... Algjör auli, sleppti ekki fyrr en ég var búin að klifra hálfa leið niður aftur. Þetta er náttúrlega bara skandall.

Annars var ég að pæla með eitt. Ég er núna búin að vera með sama þjálfarann í 4 ár og ég held að flest ykkar hafið ekki hugmynd um hvað hann heitir. Þyrfti eiginlega að búa til skoðanakönnun hér til hliðar og athuga hversu margir vita það.

En jæja það er leti hér á bæ eins og vanalega. Ég hreinlega fer ekki útúr húsi nema til að fara á æfingu. Ætlaði að reyna að kíkja einn hring í bænum hér í Leverkusen en nei ekki glæta að ég nenni út. Ég er svosum ekki búðum hæf með þetta flotta hrúður á og í nefinu. Ofaná allt saman er ég að fá þessa líka fínu frunsu. Eins gott að ég er ekki heima á Íslandi núna heldur bara týnd í Þýskalandinu... það kemur sér oft vel.
posted by Thorey @ 15:58  

2 Comments:

At 5:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nú spyr sá fáfróði: Afhverju matarsóda í baðið?

 
At 8:26 f.h., Blogger Thorey said...

Einn sjúkraþjálfarinn minn sem er osteopati sagði mér að nota þetta. Á að hreinsa óhreinindin útúr líkamanum, sýrur og annað. Af og til þarf maður að strjúka yfir skinnið á sér til að draslið sem kemur út losni frá líkamanum.. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Matarsódi er ódýrari en fínu sápurnar svo af hverju ekki?

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile