the
 
the
laugardagur, nóvember 03, 2007
Allt við það sama hér..
Fór á 10 skref á fimmtudaginn og gekk það fínt fyrir fyrstu æfingu. Fór aftur 3,90 á 8 skrefunum og svo 4m á 10 skrefum. Allt í rétt átt.

Á fimmtudagskvöldið fór allur hópurinn minn að hitta stangarframleiðandan sem framleiðir stangirnar okkar. UCS Spirit. Hann var staddur á sýningu í Köln og við kíktum á hann þar og fórum svo að borða með honum. Ég náði að díla við hann um 4 nýjar stangir!! Veit ekki enn hvort ég fái þær allar gefins en þó eitthvað af þeim. Þessar stangir koma í beinu framhaldi af þeim sem ég notaði í sumar. Ég fór á stífustu stöngina mína í Osaka og hún var alltof mjúk. Var með uppistöðurnar í 80cm sem er það lengsta svo 4 stífari stangir munu koma sér vel næsta sumar. Hlakka hrikalega til að stökkva á þeim.

Ég fæ netið loksins á mánudaginn. Ég sit núna á kaffihúsi hér í Leverkusen. Já, hér er kaffihús með interneti. Ég varð jafn hissa og þið við að finna það. Leverkusen er allt í einu orðin að allt annarri borg en ég þekkti áður. Eftir flutningana og eftir að hafa fengið bíl er Leverkusen bara ekkert svo slæm borg eftir allt. Reyndar bara mjög falleg :)

Angi kemur í kvöld að borða hjá mér svo það er bara rólegheit á dagsskránni eins og vanalega.

Ég sakna ykkar þarna heima :*
posted by Thorey @ 15:08  

2 Comments:

At 11:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir það!:) Já ég er með blogg, endilega kíktu á það www.emman.bloggar.is. Ég er búin að adda þína slóð inn á það er það í lagi?

 
At 3:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já þú mátt alveg taka færsluna um göngurnar :D Ih rosalega var gaman í göngunum!! Mig langar að fara aftur núna! hehe

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile