the
 
the
föstudagur, október 12, 2007
Vikan liðin
Vika í dag frá sprautunum sem þýðir að ég má byrja að æfa á fullu aftur. Ég finn ekkert til eins og er og nú er bara að vona að það haldist þannig. Ég er nú samt alveg búin að vera að æfa og synti 2 kílómetrana á miðvikudaginn á 50 min. Synti svo í morgun 1000m skrið á 21 min. Þetta segir ykkur nú líklega ekkert nema þá Láru Hrund ef hún kíkir hér inn... og hlær svo bara að mér. Úff hvað ég gæti ekki verið sundmaður. Ad synda marga marga kílómetra á dag!

Á milli æfinga nýt ég þess að vera á Íslandi. Hitti ættingja, vini eða ligg og les. Er að lesa núna bókina Frjáls eftir Aayan Hirsi Ali og er hún alveg ótrúleg. Það sem manneskjan hefur gengið í gegnum og þvílíka kvendið sem hún er. Vá!

Aðeins 6 dagar þar til ég fer aftur til Þýskalands. Mamma og pabbi ætla að fara með mér út og vera yfir helgina. Það verður frábært að fá þau loksins í heimsókn.
posted by Thorey @ 11:02  

3 Comments:

At 7:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl vinkona:)
Ég dáist að því hvað þú ert dugleg að blogga!! Vildi að ég hefði eitthvað af þessu frá þér;) hehe
Langt síðan ég hef heyrt-séð frá þér! Vona að þú hafir það gott og njótir frísins á Íslandi!! Er kæróinn fluttur út til þín?
Anyway.. ef þú átt leið um Laugarvatn þá ertu og þið svo sannarlega velkomin í nýja húsið okkar nýgiftu;) hehe
Hugsa til þín
Hallbera

 
At 9:41 e.h., Blogger Lára Hrund said...

Ég get sko ekki annað en dáðst að þér líka. Það er fínt að synda á þessum tímum. Þú gætir orðið skæð í görpunum þegar þú ert búin að stökkva :) Gangi þér vel úti.

 
At 10:44 e.h., Blogger Thorey said...

Takk skvísur :)
Aldrei að vita nema maður tékki á Görpunum..

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile