þriðjudagur, október 09, 2007 |
Hásinafréttir |
Svíþjóðar ferðin gekk vel. Veit samt ekki hvort ég eigi að vera ánægð eða óánægð með greiningu læknisins. Hann sagði mig semsagt ekki með bólguæðar, hásinin væri alveg heil og mjög fín og strúktúrinn í kringum hana alveg fullkominn. Eina sem amaði að mér var að hulsan utan um hásinina var tvöföld að þykkt = bólgin. Hann sprautaði Cortisoni í þær báðar. Ég var reyndar hálf slegin við þessu því ég ætlaði sko aldrei að fá Cortison í hásinarnar. Það má reyndar segja að ég standi enn við þau orð þar sem efninu var bara sprautað við þær en ekki inní. Hann sagði þetta ætti að virka en hætta þó á að þetta taki sig upp á ný. Ég er þó sátt með að vita loksins nákvæmlega hvað amar að mér því ég er búin að vera að baslast við þetta síðustu 7 árin! Meiðslin mín eru semsagt ekkert hættuleg og ég get verið nokkuð bjartsýn á bata. Nú tekur við viku rólegheit með sundi og þreki, síðan fer ég útí gamanið í næstu viku. Á flug til Þýskalands þann 18.okt.
Það var rosalega gaman að hitta Elvu mína, Áskel og Sif. Gaman að sjá hvernig þau búa úti og svo líka Sif orðin svo stór og farin að ganga :) Sá þau öll síðast í janúar! |
posted by Thorey @ 15:22 |
|
|
|
|
4 Comments:
Hæ, hæ, ég á að skila kveðju til þín frá Pekka. Hann var rosa ánægður að fá e-mail frá þér um daginn. Hann átti samt eitthvað frekar erfitt með að fá samhengi í bréfið svo hann var að hugsa um að taka það með á æfingu og sjá hvort ég fattaði eitthvað meira. Hann hefur samt ekkert látið verða af því (o: Hann var skíthræddur við að þú værir að fara í einhverjar sprautur en vonaði að þetta jafnaði sig núna svo þú gætir æft vel í vetur. Hann vill að þú bætir Norðurlandametið á næsta ári auk þess sem honum hlakkar til að hitta þig á ÓL í Kína.
Sjálf óska ég þær alls hins besta líka (o:
Hæ Alla
Ég hef ekki sent Pekka neitt email... frekar spoogy. Ég bið samt kærlega að heilsa honum hlakka til að sjá hann líka.
Ég óska þér líka alls hins besta :)
Þórey
Ekki amalegt að vita loksins hvað er búið að vera að plaga þig í allan þennan tíma. Mikið gleður það mitt litla hjarta. Það er svo mikið auðveldara að takast á við það sem maður veit hvað er! Vona að þessar sprautur virki og að þú þurfir aldrei að fá þær aftur - ég er líka mjög mótfallin þessu en held samt að þetta hafi verið rétt í stöðunni. Ekki að mitt álit skipti neinu í þessu! Veit ekki hvað ég er að tuða!
Hlakka til að sjá þig heila á ný og megi þetta æfingatímabil verða það besta og að þú uppskerir út frá því næsta sumar. Áfram Þórey!
Takk Hafdís og jú þú mátt alveg segja þitt álit á þessu :)
Takk fyrir kveðjuna.
Þórey
Skrifa ummæli
<< Home