the
 
the
þriðjudagur, október 23, 2007
Netlaus
Komin til Þýskalands og hef það mjög fínt fyrir utan það að vera netlaus. Fæ net eftir um það bil viku. Nýja íbúðin er algjört æði og landið í kring mjög fallegt. Við hliðina á mér er hestabúgarður og hinum meginn við mig er kúabýli og þar er hægt að kaupa ýmislegt af bóndanum.
Mamma og pabbi voru hérna um helgina og nutu þessa alveg í botn. Ég held þau langi bara að flytja hingað til mín í sveitina. Ég skal taka mynd af svæðinu með símanum og setja hér inn fljótlega.

Æfingar eru komnar á fullt og þótt ég hafi verið búin að æfa ágætlega heima þá byrja ég samt á að fá alveg þvílíkar harðsperrur. Það er bara góð tilfinning..
posted by Thorey @ 16:11  
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile