the
 
the
miðvikudagur, október 17, 2007
Helluð á heimavelli
Svo komst Gummi að orði þegar hann sá mig eftir æfinguna í morgun. Var á hlaupæfingu og var svona líka fersk þegar ég kom heim. Það er reyndar ótrúlega góð tilfinning að geta hlaupið og ég get hreinlega sagt að núna sé ég HEIL!!

Í gær var tekið 50m skriðsundstest svona aðallega til gamans. Það tókst nú ekki alveg eins og ég hafði vonað og laugin í Laugardalnum virtist vera endalaust löng. Tíminn var 35,9s og verður bara hægt að bæta héðan af. Er nú reyndar að fara að hætta að synda og hlaupin taka alveg við.

Ég er núna að lesa bók um Tútsa konu sem komst af í þjóðarmorðinu 1994 í Rúanda. Hún faldi sig ásamt 7 öðrum konum á baðherbergi prests. Herbergið var 1,2 x 0,9 m að flatarmáli og þar dvöldu þær í 3 mánuði!! Þær máttu ekki segja orð uppá hættu að verða fundnar og slátrað. Maður skilur ekki þessa ótrúlegu grimmd sem ennþá finnst í heiminum. Mæli með þessari bók ásamt bókinni Frjáls sem ég kláraði um daginn. Það er svo ótrúlegt hvað lífið okkar á vesturlöndum er eitthvað tilgangslaust miðað við líf þessara kvenna. Þegar lífið snýst ekki lengur um að berjast fyrir að fá menntun, viðurkenningu á að vera til eða yfir höfuð bara að reyna að vera til þá förum við hin í að leita að einhverju fáránlegu eins og keppnum í stangarstökki..... Frekar absúrt eitthvað..
Ótrúlegt hvað maður hefur það gott að þurfa ekki að gera neitt annaði í þessu lífi en að leita að hamingju og lífsfyllingu.

En jæja, Gemany á morgun. Heyrumst næst þaðan.
posted by Thorey @ 14:06  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile