miðvikudagur, nóvember 14, 2007 |
Súpa í feisið |
Já titillinn lýgur ekki. Ég fékk hvorki meira né minna en frussandi 90°grænmetissúpu beint í feisið í dag. Er með grænmetisæði þessa dagana og sauð ég grænmeti í dag til að gera súpu. Setti hana svo í mixerinn nema það að ég er búin að týna lokinu á hann og var bara með undirskál sem ég hélt við. Það gekk ekki betur en þetta: blaðra á nefið og rauðflekkótt andlit. Sexy.
Að öðru leiti er allt gott að frétta. Búin að æfa eins og brjálæðingur á mánudag og þriðjudag en svo reyndar bara ein æfing í dag. Fór í gær á völlinn kl 9.30 og var komin heim kl 19.30. Inní því voru 2 æfingar, sjúkraþjálfun og læknisheimsókn. Læknirinn kemur á völlinn á þriðjudögum og ákvað ég að fá mér nokkrar hressingasprautur í bakið. Þið haldið eflaust að ég sé orðin kresí í sprautunum en þannig er mál með vexti að mitt árlega bakvandamál er í gangi núna. Hef engar áhyggjur af þessu enda læknast það vandamál alltaf með þessum tilteknum sprautum. Fæ þetta alltaf þegar ég er að stökkva þreytt á haustin.
Já og stökkæfing á morgun. Kvíði nú reyndar pínu fyrir henni, ég er skert á sál eftir súpuskvettuna og þreytt eftir ofuræfingarnar í vikunni. En sjáum til hvað gamla konan hristir fram úr erminni á morgun.. |
posted by Thorey @ 19:38 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home