the
 
the
mánudagur, nóvember 05, 2007
Helgin var fín, kíkti meira að segja aðeins útá lífið. Fór með 2 stelpum á einhvern dans klúbb í Köln og dönsuðum við þar eins og vitleysingar. Það er mjööög langt síðan ég gerði það síðast og líklega mjög langt þangað til ég mun gera það aftur. Ég hreinlega held að ég hafi ekki farið og dansaði síðan í júní... Síðasta ár hefur líka farið að mestu leyti í hásinasparnað.
Það eru jass dagar núna í Leverkusen og er ég eiginlega bara miklu frekar til í að kíkja á skemmtilega tónleika heldur en að djamma. Stefni einmitt á það núna í vikunni.

Ég er mikið að spá þessa dagana hvort ég eigi að eyða auka tímanum mínum í eitthvað hobby eða bara njóta þess að gera ekki neitt og hafa tíma til að horfa uppí loftið og hlusta á tónlist. Finnst það reyndar algjört æði. Var þó að spá í að fara í saumakúrs, prjónakúrs, þýskukúrs, sænskukúrs, kínverskukúrs, yogakúrs, danskúrs, matreiðslukúrs og ljósmyndakúrs. Þetta er eitthvað sem mig hefur langað til að gera síðustu 4 árin en ekki leyft mér útaf skólanum. Held ég verði nú samt að velja eitthvað úr enda ekki 30 tímar í sólarhringnum. Svo verð ég að hafa tíma til að taka mínar 9 æfingar í viku, elda og letingjast.

Keypti super þvottavél á föstudaginn frá AEG með öllum mögulegum tökkum á 48.000. Heyri að svona tæki kosti um 80-90 þús á íslandi. Vá hvað þá eftir að vera gaman hjá mér að þvo næsta árið :)

Litla frænkan (dóttir Alberts bróðurs) var skírð um helgina nafninu Elísa Rún. Finnst það alveg rosalega fallegt. Til hamingju með nafnið :)

En jæja ég er komin með internet heim svo þið verðið endilega að vera dugleg að tala við mig á skype eða á msn. Finnst ég stundum pínu einmanna hérna enda orðin rosalega vön þröngri búsetu með fullt af fólki.
Finnst nú samt æði að búa hérna ein og ég nýt þess í botn.

Eru myndirnar hér til hliðar og að ofan dottnar út??
posted by Thorey @ 19:49  

5 Comments:

At 9:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Myndirnar sjást ekki! Var einmitt að spá í hvað síðan var eitthvað hálf tómleg... Orh það hlýtur að vera æði að geta gert ekki neitt. Ég hlakka til að prufa það eftir...uhm...3 1/2 ár! Mér finnst nú samt að þú ættir að velja þér kannski eitt námskeið fyrst þig hefur langað að fara í þetta svo lengi.
Kv. Emilie

 
At 9:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra allt gengur vel, bæði æfingar og lífið í Leverkusen.

En já myndirnar eru dottnar út.

 
At 9:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Þórey. Takk fyrir kommenntið, þykir vænt um að þú berir hag minn fyrir brjósti ;) Ég held ég lifi þessa viku vel af. Þetta eru 8 æfingar og 4x 30 mín morgunskokk+smáæfingar. Fram að þessu er ég búin að vera að taka 9 æfingar en af því að eru æfingabúðir núna um helgina þá verður þetta svona mikið. Ég ætla að vera fersk næsta sumar og ég vona að þú verðir það líka ;) Gott að heyra að það gangi allt vel.
Kv. Helga Margrét

 
At 1:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ heyrðu?! Ég lærði um shaping í dag í fagi sem heitir greiningu og mótun hegðunar. Hefurðu heyrt um þá aðferð? Það var talað um þig í tímanum vegna þess að kennarinn okkar er atferlisfræðingur og hún sagði að einhver kennari við HÍ sem kennir (eða kenndi) atferlisfræði hefði sagt, að ef þessi aðferð hefði verið notuð í þinni þjálfun að þá hélt hún að þú hefðir unnið títil á ólumpíuleikunum. Ég er svo spennt eftir að heyra um þetta vegna þess að þessi aðferð ber víst mjög mikinn árangur. Varð að segja þér frá þessu;)

 
At 9:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hmm magnað með þessa tækni sem hann kenndi þér...! Þessi atferlisfræðingur sem kennarinn minn var að tala um heitir Gúrrý eitthvað. En shaping er sko þannig tækni þar sem þjálfarinn notar smellu til þess að þjálfa nemanda í að stökkva rétt. T.d. ef hann vill kenna þér að rétta úr fótunum (bara dæmi) í stökkinu þá smellir hann alltaf þegar þú gerir rétt en ekki þegar þú gerir vítlaust og þetta virkar sem styrkir fyrir þeirri hegðun að rétta úr fótunum í stökkinu. Þetta er pínu flókið að útskýra svona en þetta gerir að verkum að nemendur fá alltaf feedback strax og læra fljótari og þetta er víst sérstaklega gott til þess að kenna blæbrigði.
Ég ætla að finna myndband sem sýnir þetta og senda þér slóðina;)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile