the
 
the
fimmtudagur, nóvember 08, 2007
Stökkæfing, jaZZ og hrein föt
Stökkin hjá mér eru öll að koma til og er ég komin á 12 skrefa atrennu. Fyrir mig er þetta frekar snemmt, þ.e í byrjun nóv að vera komin á 12 skrefin. Það er vanalega mjög erfitt að stökkva á þessu tímabili útaf miklu álagi. Þrátt fyrir álag hefur mér tekist að halda mér nokkuð ferskri þar til reyndar í þessari viku. Ég fór þá bara eitt skref afturábak í álaginu, sleppti mánudagsstökkæfingunni tók minni sprettæfingu og negldi svo á það í dag. Fór 4,10 á 10 skrefum og átti nokkur góð stökk á 4,20 á 12 skrefum en fór þó ekki yfir. Ég er þó ekki í gaddaskóm. Mun auka álagið aftur í næstu viku og þá er bara að sjá hvernig stökkin þróast. Ég er nú líka bara helvíti hröð miðað við nóvember, griphæð meiri og hásinar í lagi :)

Kíkti á jazz tónleika í gær með stelpu sem er ný flutt hingað frá Írlandi. Hástökkvari. Líst vel á hana og aldrei að vita nema maður sé kominn með nýjan félagsskap. Það var allavega gaman í gær og tónleikarnir voru fínir.

Haldiði að mín hafi ekki bara þvegið þvott í gær! Fyrsta skipti síðan ég fór út = 3 vikur. Hrúgan var orðin ansi stór en það fyndna var að skúffurnar og skáparnir voru enn fullir...
B.t.w þvottavélin er bara æði :)
posted by Thorey @ 12:46  

2 Comments:

At 2:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl, prufaðu að skoða www.tagteach.com. Þetta er ekki shaping heldur lík aðferð. ætlaði að finna myndbandið (sem er efst á síðunni vinstra megin) á youtube, en ég finn það ekki. Það á sko að vera aðeins lengra heldur en það sem er hægt að sjá á tagteach.com. Góða helgi;)
Kkv. Emilie

 
At 2:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

http://www.youtube.com/watch?v=aQ99KWRE3Ck hér er líka myndband sem sýnir aðferðina

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile