the
 
the
fimmtudagur, nóvember 15, 2007
Ekki enn dauð úr öllum æðum..
Æfingin var ekkert super, en vó hvað var ég að pæla á mánudaginn. Gat stokkið í hverju aðhlaupi núna en er þó ekki sátt með vinnsluna hjá mér á stönginni. Er með rosa gott plant en svo bara fer ég í sumarfrí á stönginni. Þarf að vinna betur í að klára stökkið í gegn. Fór mína 4,10 enn einu sinni en átti þó nokkur ágætis stökk á 4,20. Þetta kemur hægt og rólega. Hækkaði gripið aðeins meira í dag og er það alltaf skref í rétta átt.

Seinnipartinn var síðan hoppæfing ásamt klukkutíma stöðuæfingum. Það merkilega við þá æfingu er að ég hef ekki farið í gegnum svona hoppæfingu síðan árið 2005!! Já stór sigur í dag og fæturnir eru bara eins og nýjir :)

Smá viðvörun til ykkar íþróttafólks. Þið sem kaupið/notið Kinesiotape passið að á límhliðinni séu óbrotnar sin/cos bylgjur. Það má ekki koma strik í gegn og munstrið á heldur ekki að vera öðruvísi en bylgjur. Það eru víst margar eftirlíkingar í gangi og keypti ég meðal annars tape sem er með þverstrikum í og engum bylgjum. Vildi bara láta ykkur vita því ég hafði sjálf aldrei pælt í þessu fyrr en sjúkraþjálfari hérna sagði mér frá þessu.

Það er hreinlega ekkert annað en mínar eigin íþróttir í fréttum. Er föst í eigin æfingapælingum og plönum. Pæli lítið í öðru þessa dagana, svo þið verðið bara að lifa með því í nokkrar vikur :)
posted by Thorey @ 19:29  

3 Comments:

At 11:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég kvarta ekki, finnst ótrúlega gaman að lesa æfingabloggið hjá þér.

 
At 8:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Súpan fékk mig til að brosa breitt- dauðlangar að sjá mynd af þér með rautt brunnið nef heheh svona er maður nú slæmur ;)

Gangi þér sem allra best í æfingunum skvís !

 
At 8:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kv.Hugrún :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile