the
 
the
þriðjudagur, desember 11, 2007
Jæja
.. hvað segiði, ekkert farin að sakna mín hérna?
Þið eruð svo öflug í kommentunum að ég veit bara ekki hvað ég á að gera við allan bloggandann sem svífur um í sálu minni..

En hvað með það, þið megið bara eiga ykkur, ég kjafta þá bara við sjálfa mig.

Eins og þið allir kæru vinir vitið er ég stödd á Íslandinu og hef það voða gott. Æfingar hafa verið rólegar enda var kominn tími á smá rólegt tímabil í þeim en nú fer að koma að hörkunni aftur. Á mánudaginn hefst ný törn í þeim sem mun standa þar til ég fer aftur út þann 7.janúar.

Ég er byrjuð í ljósmynda"námi". Þetta er fjarnám úr þýskum skóla sem mun taka 1 ár. Mig hefur alltaf langaði til að kunna grunn ljósmyndun og ég ákvað því loks að láta gamlan draum rætast. Þetta eru 13 verkefni og ég er að verða búin með fyrstu tvö. Mér líst mjög vel á þetta og hlakka til að læra, lesa og mynda meira.

Ég var búin að segja ykkur um daginn hvað ég væri nú lítill föndrari enda kannski ekki skrítið þ.s ævi mín hefur bara farið í skólagöngu og æfingar. Nú er pása í skólagöngunni og haldiði að ég hafi ekki límt mósaík á lampa... Já ég var bara alveg hissa á að mér hafi tekist það, ég braut ekki lampann né missti mósaíkinn í gólfið. Lampinn virkar og er bara ekkert svo ljótur.
posted by Thorey @ 15:12  

7 Comments:

At 9:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég ætlaði immit að senda þér línu út af þessum skóla, þú varst nebninlega að tala um hann þegar þú varst í myndatökunni og út af því að það er comenta þurð hérna þá bara skelli ég spurningunum mínum hérna.

á Þessi skóli heimasíðu sem maður getur skoðað? er kenslan á þísku? hvað kostar hann?

ég er reglulega spurður út í svona nám þess vegna væri gaman að vita um fleirri valkosti við skólann sem ég fór í www.nyip.com þó svo að hann sé góður að mörgu leiti þá fynst mér kenslann þar vera að dragast aftur úr þ.a.s. hann hefur ekki tekið inn nýungarnar í ljósmyndunn en á móti þá er faið mjög vel í grundvallar atriði sem ekki breytast. enn allavega þá er þetta örugglega á við þrjú coment, ég get sent þér prew af myndunum í bæklingnum en þá verður þú að senda mér meil hag@internet.is því ég er búin að tína miðanum með meilunum hjá ykkur

kv hag

 
At 11:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jahá....og hvað eru mörg r í því??
Alveg rétt hjá þér með commentin. Alveg furðulegt að maður skuli ekki commenta meira. Þekk þetta til mín :)
Kv. Albert.

 
At 11:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

En með skólann...Set þetta í 2 comment ;).
Þetta er alveg frábært hjá þér. Þú ert alveg ótrúlega sniðug að finna þér svona hluti að gera. Mikið öfunda ég þig. Þú verður svo bara að kenna mér á mína græju :).
Kv. Albert.

 
At 11:01 f.h., Blogger Thorey said...

Sælir
Gaman að fá svona mörg og mikil komment :) Takk

Skólinn er á þýsku og allt lestrarefni líka. Heimasíðan hjá skólanum er www.ils.de

Já Albert við getum pottþétt spjallað helling um myndavélina :)

 
At 2:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jú go girl! Gott hjá þér að fara í ljósmyndun!! Ég fer til Danmerkur á laugardaginn - hlakka til! Er að læra fyrir próf og er alveg hætt að nenni þessu en síðasta prófið er á fimmtudaginn.

 
At 12:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju besta frjálsíþróttakona ársins - stendur þig greinilega alveg rosalega vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur og við íslendingar erum heppin að eiga svona frábæran og hæfileikaríkan íþróttamann eins og þig :)
svo skemmir ekki fyrir að þú ert vinstri græn :)
jólakveðja Þórdís

 
At 10:43 f.h., Blogger Thorey said...

Takk kærlega Þórdís fyrir svona jákvætt og skemmtilegt komment.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile