the
 
the
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
karlmaður eða kvenmaður?
Yvonne Buschbaum hefur ákveðið að hætta í stönginni og verða karlmaður. Ég er í rauninni ekki hissa á þessari ákvörðun því alveg frá því ég fyrst man eftir henni (fyrir um 8 árum) hefur hún litið út eins og strákur, reyndar með kvenlegan líkama en mjög strákslegt andlit. Hún talar alltaf um "þið kvenfólkið.." og svo notar hún karlmannssnyrtivörur. Hún er einfaldlega eitt af þeim tilvikum sem sál fæðist í röngum líkama. Þetta er í rauninni mjög sorglegt og líklega miklar þjáningar sem hún hefur átt að stríða við hingað til.
Yvonne var skemmtilegur andstæðingur og ég á eftir að sakna hennar af brautinni.

Ég stökk í dag og langar eiginlega bara ekkert að tala um það. Gengur finnst mér ekki nógu vel. Er þreytt og öxlin var að pirra mig. Ég get ekki beðið eftir rólegu vikunni...

Að allt öðru. Gummi minn er að fara að spila í kvöld á Kaffi Viktor með samspilinu sínu úr skólanum. Þetta er fyrsta opinbera framkoman þeirra og ég mæli með því að þið farið og kíkið á snillinginn :)
posted by Thorey @ 13:25  

5 Comments:

At 7:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hang in there..

P.s prófaði matarsóda baðið, alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

 
At 12:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta kemur!;)Hvar er þessi fjallamynd tekin?

 
At 1:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

"Hún er einfaldlega eitt af þeim tilvikum sem sál fæðist í röngum líkama." Hm hm. Eitt af þessum tilvikum? Meinarðu ekki "ein af þessum manneskjum"? Það er ekki fallegt að tala um tilvik þegar við erum að ræða um sálir. Þú hefur vafalaust ekki meint illt með þessu, en þetta kemur því miður ekki fallega út á prenti. kær kveðja, Anna

 
At 1:50 e.h., Blogger Thorey said...

Já ok rétt hjá þér. Ég notaði eitt útaf "það tilvikið". Ekki illa meint og hef ekkert á móti þessari manneskju. Mbl segir mig reyndar skilja ákvörðunina sem ég geri reyndar engan veginn heldur er ég ekki hissa á henni þ.s mér hefur alltaf fundist hún vera strákur.

Emilie, myndin er af jökultungunni sem blasir við manni á leið suður frá Jökulsárlóni. Man ekki hvað hún heitir en get reynt að komast að því. Ég tók myndina ekki sjálf, heldur félagi minn Richard Spiegelburg sem var í heimsókn hjá mér.

 
At 10:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohr það er svo margt sem mig langar að skoða og á eftir að skoða á Íslandi! Voru fréttamenn mbl að segja þetta vegna þessara færslu á blogginu þínu eða? Erfitt að vera þekkt manneskja í dag... Styttist í jólafrí:)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile