the
 
the
mánudagur, nóvember 19, 2007
3.daga strandsólbað



Hver væri ekki til í það núna? Oh ...

Stökk í dag og gekk bara svipað eins og síðast. Fór þó 4m og 4,10 án nokkurra vandræða en ég verð fljótt svo flöt að ég tekst ekki meira á loft. Týpísk þreytueinkenni og ég væri alveg til í 3.daga uppfrískun.. Þarf bara að taka þessa viku í nefið og svo kemur létt vika og smá hvíld. Svo styttist í jólin og heimkomu :)

Hvernig fíliði næturvaktina? Ég sé þættina á Youtube og finnst þeir algjör snilld. Hrikalega ánægð að hafa fundið þá þar. "Þegi þú Ólafur!"

Ég fékk frekar skemmtilegt símtal kl 9 í gærmorgun þegar Leszek hringdi og spurði hvort ég vildi koma á pönnukökuhúsið í hádeginu. Hann er nú ekki vanur að stinga uppá einhverju (aldrei) með okkur íþróttamönnunum. Þannig að Silke, hann, Anja dóttir hans og ég fórum að borða þessar hrikalegu pönnukökur með kjúklingi í karrý eða súrsætum kjúkling. Í eftirrétt var svo pönnukaka með möndlum, rúsínum, ís, rjóma og eplamús. Við fórum algjörlega afvelta út.
posted by Thorey @ 12:15  

4 Comments:

At 11:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jááááá....fínt..já sæll...já fíntjásælljáfíntjásælljá..fínt..já sæll...já..fíntjásælljáfíntjásælljáfínt..já sæll ....halló...
heheheh....Bara snilld..
Kv. Albert.

 
At 7:37 f.h., Blogger Thorey said...

haha já þetta var fyndið atriði. Til að byrja með þoldi ég varla þessa þætti, fannst þetta hálf fáránegt svona fyrstu tvo þættina. En þeir hafa vaxið mjög og mér finnst núna alveg frábærir.

 
At 1:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, ekki spurning.
Mér finnst þetta með betra innlenda efni sem ég hef séð.

En mikið er gott að sjá að þú sért að haldast heil og æfa vel. Sendum þér bestu kveður.
Kv.
Albert og familie :)

 
At 12:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

supreme clothing
bathing ape
off white
bape outlet
supreme clothing
kd shoes
yeezy 350
off white
curry shoes
hermes outlet

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile