the
 
the
sunnudagur, nóvember 25, 2007
Frábær helgi






Ég er búin að hafa það hrikalega gott um helgina heima hjá Angi. Borðaði líklega meira þessa klukkustundir þar heldur en samtals alla vikuna. Súpa og önd á föstudagskvöldinu, súpa, pasta, schnitzel og pitsa á laugardeginum og súpa, kjúklingasalat og ís í dag eru bara sá sýnishorn.. Úff

Við byrjuðum þó á æfingu á laugardagsmorgninum eins sést á efstu myndinni. Síðan röltum við um bæ Weinheim (mynd 2) og fórum svo uppí kastala í fjallshlíðinni og sáum yfir allan bæinn. Laugardagskvöldið fór í sjónvarpsgláp en Danny og Lars sem æfa með mér voru að keppa í dýfingum fræga fólksins. Þetta er rosa stór keppni og er sjónvarpað beint frá Ólympíu sundhöllinni í Munchen. Þeir kepptu í tvíkeppni (syncroniced) en lentu bara í 2.sæti. Þeir hafa unnið þetta 2x.

Dagurinn dag var svo bara át. Angi og ég fórum á ekta þýskan veitingastað með ömmu hennar og það var bara gamalt fólk þarna inni (amman vildi fara þangað). Unga fólkið fer greinilega frekar á ítölsku, asísku eða aðra veitingastaði. Þið sjáið á einni myndinni stemninguna í salnum.

Neðsta myndin er svo af fjölskyldunnni. Þau komast næst því að vera mín eigin fjölskylda hér í Þýskalandi.

Familie Dies, vielen dank für alles!
posted by Thorey @ 20:20  

3 Comments:

At 11:49 e.h., Blogger Unknown said...

Eru ekki allir nördar inn við beinið??? .......ég held það

kv ingvar ari....... nörd!:)

 
At 11:51 e.h., Blogger Unknown said...

Þetta comment átti að vera við færslunni fyrir neðan hehe nörd

 
At 8:01 f.h., Blogger Thorey said...

hehe jú greinilega ;)
Gaman að heyra frá þér.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile