Ég er búin að hafa það hrikalega gott um helgina heima hjá Angi. Borðaði líklega meira þessa klukkustundir þar heldur en samtals alla vikuna. Súpa og önd á föstudagskvöldinu, súpa, pasta, schnitzel og pitsa á laugardeginum og súpa, kjúklingasalat og ís í dag eru bara sá sýnishorn.. Úff Við byrjuðum þó á æfingu á laugardagsmorgninum eins sést á efstu myndinni. Síðan röltum við um bæ Weinheim (mynd 2) og fórum svo uppí kastala í fjallshlíðinni og sáum yfir allan bæinn. Laugardagskvöldið fór í sjónvarpsgláp en Danny og Lars sem æfa með mér voru að keppa í dýfingum fræga fólksins. Þetta er rosa stór keppni og er sjónvarpað beint frá Ólympíu sundhöllinni í Munchen. Þeir kepptu í tvíkeppni (syncroniced) en lentu bara í 2.sæti. Þeir hafa unnið þetta 2x. Dagurinn dag var svo bara át. Angi og ég fórum á ekta þýskan veitingastað með ömmu hennar og það var bara gamalt fólk þarna inni (amman vildi fara þangað). Unga fólkið fer greinilega frekar á ítölsku, asísku eða aðra veitingastaði. Þið sjáið á einni myndinni stemninguna í salnum. Neðsta myndin er svo af fjölskyldunnni. Þau komast næst því að vera mín eigin fjölskylda hér í Þýskalandi.
Familie Dies, vielen dank für alles! |
3 Comments:
Eru ekki allir nördar inn við beinið??? .......ég held það
kv ingvar ari....... nörd!:)
Þetta comment átti að vera við færslunni fyrir neðan hehe nörd
hehe jú greinilega ;)
Gaman að heyra frá þér.
Skrifa ummæli
<< Home