the
 
the
þriðjudagur, janúar 08, 2008
Gleðilegt ár
Komiði sæl...
Það er víst komið nýtt ár og ég var að spá í að gera smá samantekt frá árinu 2007 en ég veit ekki hvort ég láti nokkuð verða að því. Það gerðist svosum ekkert margir merkilegir hlutir í fyrra. Það sem einkenndi árið hjá mér voru hásinaverkir frá byrjun og fram í september og því voru æfingar og keppnir frekar pína heldur en að hafa gaman að því. Ég ákvað því að fara til Svíþjóðar í Cortison sprautu og taka sjénsinn á að verða verkjalaus eða enda ferilinn. Enn sem komið er er ég verkjalaus :)

Það fór því lítið fyrir keppnum og árangri hjá mér. Ég fór þó 4,40 á fyrsta mótinu mínu um sumarið og náði lágmarki fyrir HM í Osaka sem var í ágúst og fyrir Ólympíuleikana í Pekíng á þessu nýja ári. HM fór ekki nógu vel, stökk 4,35 og lenti í 19.sæti. Þegar ég lít tilbaka yfir árið er ég nánast stolt af sjálfri mér fyrir að hafa klárað þetta. Gafst aldrei upp þótt hvorug löppin á mér hafi verið að virka. Held það sé sigur ársins hjá mér.

Gummi var hjá mér úti mest allt sumarið og áttum við frábæra tíma saman bæði þá og um páskana í æfingabúðunum í Suður Afríku. Það er svo miklu skemmtilegra og auðveldara að standa í öllum þessum æfingum, sprautumeðferðum og öllu öðru í kringum íþróttina með svona klett við hliðina á sér. Veit ekki hvort ég hefði getað þetta án hans. Svo er ekki verra að vera skotin í klettinum :)

Ég kláraði B.s námið mitt í verkfræðinni síðastliðið vor. Það var stór uppbót fyrir frekar slappt frjálsíþróttaár.

Framundan er stórt ár. Ólympíuleikar í ágúst og svo flutningar heim í september. Dvöl mín í Leverkusen fer að renna sitt skeið en tímann þangað til ætla ég að nota vel fyrir undirbúninginn fyrir ÓL.

Árið byrjaði þó á dapurlegan hátt. Afi minn dó á nýjársdag en þó var heilsu hans búið að hraka mjög og hvíldin var því honum kærkomin. Amma mín þarf þó að horfa á eftir lífsförunaut sínum sem hún var gift í 63 ár.
posted by Thorey @ 10:23  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile