the
 
the
föstudagur, janúar 25, 2008
Rólegheit
Þá er maður dottinn í sömu rólegheit og fyrir jólafrí. Þá meina ég rólegheit fyrir utan íþróttavöllinn. Ég æfi reyndar bara 1x á dag núna til að hlífa kálfanum aðeins og til að vera frískari á tækniæfingunum þannig að rólegheitin er reyndar mun meiri núna. Nú tek ég tímabil þar sem ég æfi minna en einblíni á tæknina. Frítími vikunnar er því búinn að fara í hangs, eldamennsku, hangs, tiltekt, lestur, hangs og smá sjónvarp. Reyndar er handboltakeppnin búin að halda mér frekar upptekni mér til mikillar ánægju.

En tækniæfingin fór vel í dag. Var aftur á 12 skrefum og var að stökkva fínt. Mun fara í fulla atrennu, 16 skref, í næstu viku.

Strákarnir eru allir að keppa um helgina og Silke keppir einnig í kvöld. Það verður spennandi að sjá hvernig það allt saman fer og hvort skeggið hans Leszek muni fjúka. Hann byrjaði að safna yfirvararskeggi í haust og segist raka það af þegar einhver setur met. Ég held samt að það muni vera í mínum verkahring að sjá til þess að skeggið fari af ;)

Ykkur Yvonne Buschbaum aðdáendum get ég sagt það að hún heitir núna Balian og er byrjuð á hormónameðferðinni. Nafnið tók hún úr myndinni "Konungur himinsins" (held hún heiti það) en þar hét einn karakter Balian frá Ibelin. Hún segir á síðunni leichtatletik.de: "Þetta hefur sérstaka þýðingu fyrir mig. Þetta fjallar um fólk sem tapar öllu og heldur af stað í ferðalag til að finna sjálft sig og hvert hlutverk þeirra í lífinu er."
Hún segist meðal annars alltaf hafa liðið eins og hún væri karlmaður og hafi alltaf átt í ástarsamböndum með gagnkynhneigðum konum. Hún var flokkuð með lesbískum konum en í þeirri skúffu átti hún ekki heima. Það hefur alltaf eitthvað ekki passað í hennar lífi og núna ætlar hún að láta lífsdraum sinn rætast. Hún gerir sér grein fyrir því að það séu ekki allir sem eru sammála henni að fara útí þetta en hún segist vera að þessu fyrir sig og fer sínar eigin leiðir í lífinu.

Er það ekki einmitt málið? Maður lifir einu sinni og auðvitað á maður að fara sínar leiðir og gera það sem hjartað segir manni.
posted by Thorey @ 17:21  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile