the
 
the
sunnudagur, janúar 20, 2008
Lið Hafnarfjarðar
Til er orðið Lið Hafnarfjarðar. Helsta íþróttafólk Hafnarfjarðar kemur saman og býr til lið. Við bloggum öllsömul um okkar gengi og má nú lesa færslur eftir Loga, Ásgeir Örn og Helenu Sverrisd eftir síðustu leiki þeirra. Endilega kíkið við hér

Síðasti dagurinn minn á Íslandi í bili og það er að sjálfsögðu nóg að gera í dag. Fyrir það fyrsta er mót inn í Laugardalshöll og svo þarf auðvitað að pakka og ganga frá endalaust mörgum hlutum. Svo er það leikurinn við Frakka sem verður gaman að horfa á. Hrikalega var fyrri hálfleikur flottur hjá þeim í gær. Vona að maður fái að sjá meira af slíkum leik.

Jæja ætla að fara að byrja á einhverju. Heyri í ykkur þegar ég er komin út.
posted by Thorey @ 09:47  

2 Comments:

At 2:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir stuðninginn í dag, heyrðist sko vel í þér.

 
At 5:41 e.h., Blogger Thorey said...

Það var ekkert, alveg það minnsta sem ég get gert :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile