the
 
the
miðvikudagur, janúar 23, 2008
Á ný í Leverkusen
Ferðalagið gekk með óhemjum vel. Áður fyrr lenti ég alltaf í endalausum uppákomum eins og aðrar vinkonur mínar en það er eins og þetta hafi bara elst af mér (svo segiði að það sé slæmt að eldast). Allavega gekk allt eins og smurt og ég hitti jafnvel fólk úr fortíðinn sem ég hef ekki séð í meira en 10 ár. Gaman að því.

Þótt ég sakni ykkar heima þá verð ég að játa það að það var gott að koma í íbúðina MÍNA. Nóg af plássi fyrir MIG :) Það lá við ég fengi víðáttubrjálaði með dótið mitt þegar ég kom hingað. Bý semsagt frekar þröngt þegar ég er heima. Mér finnst það reyndar bara fínt en finn síðan greinilega hvað það er gott að hafa pláss þegar ég fæ það.

Það lítur út fyrir að jólafríið hafi bara farið vel í mig. Ég var semsagt í 7 vikur heima en tókst alveg að æfa frekar vel bara. Auðvitað mun minna en ég hafði gert áður en ég kom heim þar sem ég tognaði mjög létt í kálfanum rétt áður en ég fór og gat því ekki æft jafn mikið. Ég jafnaði mig þó og fór að geta tekið meira á því, lyfti vel og hljóp í sundi og synti ágætlega. Drillaði svo bara með stöngina og gerði smáæfingar og þrek. Stökk semsagt lítið sem ekkert (1x á 8 skrefum) og var fyrsta stökkæfingin í dag með Leszek. Ég skellti mér beint í 12 skrefin, þangað sem ég var komin þegar ég fór heim, og það gekk líka svona rosalega vel. Leszek átti varla til orð, steinhissa á þessu. Ég var semsagt að gera tæknilegu hlutina betur en fyrir jólafrí. Ég tel ástæðuna vera þá að ég var að hjálpa guttum heima að stökkva og var því alltaf með hugann við tæknilegu atriðin. Einnig er ég ekki í sama æfingaálagi og þá og tel mig hafa bara verið orðna of þreytta þarna í nóvember.

Allavega, þetta byrjar vel og dagurinn verið mjög góður. Ég er mjög sátt við að vera komin á fullt og hlakka til að stökkva meira.
posted by Thorey @ 14:38  

4 Comments:

At 6:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta mín

Gaman að heyra að þér líði vel og að þú sért í fínu formi. Hlakka til að fylgjast með þér MEIKA það :)

Knús til þín
Eva Lind

 
At 6:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Flott að heyra! Skil þig vel að finnast gott að vera komin í ÞITT...ég var í 4 vikur heima og er enn að bíða eftir að komast í MITT hérna útaf lekanum. Er ekki einu sinnni búin að taka uppúr töskunum frá íslandi! En frábært að sjá að þú ert komin á fullt, gangi þér rosalega vel að æfa...hlakka til að sjá hvað þú gerir innanhúss:)
kv,Sigrún

 
At 11:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ skvís...
vá gott að gekk vel á æfingunni! allt á réttri leið ... æði gæði!

Ég var að pæla hvort ég ætti að koma að heimsækja þig? (er að fá hugmyndina núna þegar ég skrifa þetta hehe) hvenær kemur Gummi? (ætla sko ekki að vera þriðja hjólið þá...)

 
At 1:44 e.h., Blogger Thorey said...

Sælar stelpur og takk fyrir kommentin.

Heimsækja mig?? JÁTS! Gummi kemur c.a 3.mars og við förum fljótlega í æfingabúðir þá. Endilega komdu hvenær sem er!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile