the
 
the
fimmtudagur, janúar 31, 2008
jæja
Pistillinn hér að neðan var búinn til fyrir síðu Liðs Hafnarfjarðar og ég skellti honum á bloggið mitt bara svona í leiðinni. Vona að einhverjir hafi fengið spark í rassinn en vona jafnframt að enginn sé byrjaður að æfa 5x á dag :)
Jú allt er gott í hófi og stundum, þótt ótrúlegt megi virðast, er minna = meira.

Það settist í mig einhver kveffjandi í fyrradag og er ég búin að vera vel slöpp síðan. Tók þá ákvörðun að hafa hægt um mig þessa vikuna og stekk því ekkert meira. Stökk reyndar á mánudaginn og gekk það mjög vel. Kom reyndar smá bakslag í hásinina eftir þá æfingu en ég vil kenna kvefinu um. Það er jú oft þannig að þegar líkaminn er með einhvern vírus eða bakteríu verða veiku hlutirnir viðkvæmari. Ég fer því ofurvarlega þessa dagnana og það gerðist meira að segja í fyrsta sinn á æfinni að ég var bara heima með kvef í gær.

Í dag er fyrsti dagurinn i Karnivali og því allt lokað. Fólk flykkist núna í bæinn í allskyns búningum með bjór í annarri og myndavél í hinni. Ég ætti eiginlega að redda nokkrum Karnival mannlífsmyndum til að sýna ykkur. Við erum að tala um sextugar ömmur í tigerbúning..
posted by Thorey @ 10:41  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile