sunnudagur, febrúar 03, 2008 |
Hætt við innanhúss |
Já tók ákvörðun í dag. Ég ætla ekki að keppa neitt innanhúss heldur bara halda mínu striki í æfingum og vera búin að æfa á fullri atrennu í gaddaskóm áður en ég keppi á fyrsta mótinu mínu í sumar. Eftir bakslagið í desember er ljóst að ég næ ekki að komast í gaddana núna innanhúss og því kyngji ég þessari staðreynd bara. Eins og ég hef sagt átti innanhúss hvort eð er bara að vera dingl svo ég græt þessa ákvörðun ekki neitt. Sumarið skiptir máli og ef ég ætla að fara 4,70 þá verð ég að vera búin að æfa í fullum klæðum.
Ég sit semsagt á gólfinu inní stofu að blaða í gegnum gömul og ný prógrömm og ætla mér að setja upp eitt skothelt. Næ sex vikum núna fyrir æfingabúðir og svo næ ég öðrum 8 fyrir mótin sem byrja í maí.
Ég las um daginn bókina Þúsund bjartar sólir á einum degi eftir Khaleid Hosseini. Þetta er sami höfundur og skrifaði Flugdrekahlauparan. Ég mæli stórlega með þessari bók. Sjálf er ég með æði fyrir kvenhetjusögum og kvenreynslu sögum úr austri þessa mánuðina og hef lesið núna hverja bókina á fætur annarri. Maður fræðist um svo margt í gegnum þessar bækur, bæði sögu landsins og aðstæður fólks í múslímaríkjunum. Á náttborðinu er samt The Secret núna ásamt ljósmyndaheftum. Næst í röðinni er það svo Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson og Alexis Sorbas eftir Nikos Kazantazakis. Greinilega brjálað að gera á þessum bæ..
Hafið það gott á sunnudagseftimiðdegi. Ég bíð spennt eftir fyrstu mótstölum Angi en þær fara vonandi að birtast mér brátt. Til hamingju krakkar með flott mót á MÍ 15-22 ára. Búin að sitja á refresh takkanum í allan dag að tékka á úrslitum. |
posted by Thorey @ 14:33 |
|
|
|
|
1 Comments:
ÆÆ..leiðinlegt með innanhús tímabilið. En þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem þú þarft að sleppa því.
Vona að hásinarnar haldi núna þegar þú ferð á gaddana.
Gangi þér allt í haginn.
Kv. Albert.
Skrifa ummæli
<< Home