the
 
the
sunnudagur, febrúar 10, 2008
Enn ein helgin á enda


Já vorið er komið í bili allavega. Þessi mynd hér að ofan var reyndar tekin í morgun eftir smá hjólatúr þegar enn var kalt... þessvegna er ég í dúnúlpu með húfu :)
Það fór uppí 12-13 stiga hita í dag og við Angi kíktum í göngutúr um hverfið mitt. Haldiði ekki að ég hafi rekist á Bimbu, fyrrverandi fimleikaþjálfara minn. Bara 50m frá húsinu mínu við hesthúsin! Þá er dóttir hennar með hest í geymslu þarna og ríður út á honum um helgar og á meðan er hún í göngutúrum um hverfið!! Hversu lítill er þessi heimur??

Gærdagurinn fór í að redda Irinu með tölvu sem hún var að kaupa. Hún kann auðvitað ekki einu sinni að kveikja á henni svo ég ég setti hana í gang og setti upp hitt og þetta fyrir hana. Reyndi svo að útskýra muninn á email og msn og að það sé bara hægt að leggja pappir á einn veg í prentarann... Landscape prentun er still inní tölvunni í Word.. Úffffffff ég hef ekki þolinmæði í þetta. Svo neitaði hún að fara á námskeið fyrir rússneska innflytjendur sem eru að byrja að nota tölvur. Já ótrúlegt þá er þessi kúrs til í lýðháskólanum hérna og hann var að byrja síðasta fimmtudag. Hún átti ekki efni á því :( Ég get ekki verið að borga of oft fyrir hana og ákvað því að splæsa ekki í kúrsinn handa henni (hef keypt handa henni m.a myndavél, gefið henni fullt af fötum, keyrt hana hingað og þangað, boðið henni út að borða osfrv).

Jæja annars hin ágætasta helgi að baki og veðrið á ekkert að fara að breytast svo næsta vika leggst bara mjög vel í mig :) Tala nú ekki um ef ég er að fá gest...
posted by Thorey @ 21:46  

1 Comments:

At 11:33 e.h., Blogger Bryndís said...

Gott að þér líði vel, ég væri alveg til í að fá 12 stiga hita hingað. Ég er orðin svoldið þreytt á þessu veðri hér. Annars langaði mig bara rétt að kasta á þig kveðju, ég er alltof léleg að commenta hjá þér, þó ég fylgist alltaf með þér :)
kveðja Bryndís frænka

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile