the
 
the
föstudagur, febrúar 08, 2008
Sól og sumar
Ég heyri af miklum snjó og kulda heima á Íslandinu þessa dagana og langaði bara að segja ykkur að ef ykkur langar í smá sól þá Leverkusen staðurinn til að vera á. Hér er spáð sól svo langt sem spár ná! Jafnvel 11 stiga hita :) Veðurspá er hér

Í sólinni er planið að taka nokkrar myndir fyrir skólann og svo ætla ég líklega að skella mér til Düsseldorf í dag að horfa á strákana keppa. Í gær fór ég til Kölnar og verslaði ferðabækur fyrir 8000kr! Sjæse, hef aldrei keypt ferðabók áður og keypti 4 á einu bretti í gær. Ég hefði átt að vera löngu búin að kaupa þessar bækur um Þýskaland og Cape Town en einnig keypti ég bækur um Kína og Tenerife. Ég ætla að fara að vita eitthvað um löndin sem ég fer til og jafnvel kíkja á einn veitingastað eða svo sem mælt er með.

Sund á dagskránni í dag meðal annars. Það er skandall að horfa á fólkið hérna synda miðað við heima. Það er eins og enginn hafi lært að synda og finnst mér ótrúlegt að sund sé kennt í skólanum eins og heima. Ætla að spurjast fyrir um það. Fólk er ýmist með sundgleraugu og fer aldrei í kaf eða á rosa spretti í skriðsundi og hausinn fer aldrei einu sinni nálægt vatsyfirborðinu. Þetta er eiginlega bæði sorglegt og mjög fyndið.
posted by Thorey @ 07:56  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile