the
 
the
miðvikudagur, febrúar 13, 2008
Silja kemur!
Silja er að koma í heimsókn til mín á MORGUN! Hún verður í viku og ætlar að æfa hjá mér á vellinum. Það verður algjört æði og ég hlakka geðveikt til!

Æfingar ganga annars vel. Ég stökk aðeins síðastliðinn mánudag og það gekk hreint út sagt stórkostlega :) Sko stórkostlega miðað við staðsetningu í tækniþjálfuninni. Er semsagt enn á 12 (af 16) skrefum og á skokkskóm nema ég flaug hreinlega yfir 4,20. Langt síðan ég hef fundið þessa skot tilfinningu. Ég stekk sjaldnar núna og tek færri stökk í einu og það hentar mér einfaldlega mun betur. Er frísk í huganum þá á hverri æfingu og get kýlt á það.

Myndin hér að neðan af Elvari var tekin á símann minn í jólafríinu heima. Við Brynjar og Elvar (synir Alberts bróður míns) höfðum verið í sundi þennan dag og skelltum okkur í smá sukk eftir sundsprettinn. Finnst bara hláturinn hans svo innilegur og myndin því sæt og skemmtileg.

Haldiði að ég hafi ekki skellt mér í klippingu í dag. Hef aldrei treyst mér á þýska hárgreiðslustofu en keyrði framhjá einni í gær sem leit nútímaleg út. Skellti mér inn og pantaði tíma. Ég er bara nokkuð ánægð með afraksturinn og ekki er verra að klipping og strípur var ekki nema 64 evrur.

Hittingur á Havana í kvöld. Það eru 2 kanar hérna í Leverkusen á milli móta hjá sér svo við ætlum að nýta tækifærið og gera eitthvað saman. Gerist ekki of oft hjá mér hérna að ég kíki út fyrir æfingavöllinn svo þetta verður kærkomið.
posted by Thorey @ 16:58  

1 Comments:

At 10:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Dja, ertu nú með bláar strípur í hárinu ? ;O

Mikið til hamingju með að endurheimta þessa "skot tilfinningu" á æfingum eins og þú kýst að kalla hana. Það hljómar eins og að æfingarnar gætu nú ekkert betur gengið, sem er bara í besta mál. Nýttu nú tímann vel til að hlaupa á eftir henni Silju, afraksturinn sjáum við síðan í atrennunni hjá þér.....
Kv
Tom Katsuragi

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile