the
 
the
miðvikudagur, febrúar 20, 2008
Algjör stelpudagur
Stelpudagurinn byrjaði með léttri æfingu síðan skelltum við okkur í gufu með nöktu gömlu körlunum. Eftir að hafa flissað þar, slakað á, lesið og sofið fórum við að borða og í sjúkraþjálfun. Þá var haldið til Kölnar og drukkið kaffi á Starbucks og verslaðar buxur í Zöru. Eftir bæjarferðina fórum við Silja svo á handboltaleikinn Gummersbach - Ciudad Real þ.s við skemmtum okkur vel þótt að heimamenn töpuðu. Dagurinn endaði svo með DVD glápi yfir Dreamgirls. Er til betri stelpudagur?? Frábær dagur í alla staði :)

Ferðin hjá Silju er nú komin að enda og flaug vikan hreinlega í burtu. Æðislegt að hafa svona smá vinkonu gæðastundir og góðan félagsskap á æfingu. Það var algjörlega kominn tími á okkur að spjalla í eigin persónu. Takk fyrir vikuna Silja mín :*

Á dagsskránni hjá mér er bara að klára þessu viku sem er létt vika í æfingum og fylgjast svo með bikarnum um helgina heima. Einnig er þýska meistaramótið um helgina og það er alltaf spennandi að sjá hverjir stökkva sig inná HM innanhúss í byrjun mars. Ég tipsa á Tim Lobinger, Alexander Straub, Silke Spiegelburg og Julia Hütte. Svo tipsa ég auðvitað á að FH vinni bikarinn :) Semsagt frjálsíþróttahelgi framundan!
posted by Thorey @ 22:53  

4 Comments:

At 7:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir mig skvís! Þú ert one hell of a host! og ekki verra þegar þú eldar svona fínt ofan í mann!

Takk takk skemmti mér konunglega! þú ert yndisleg!

 
At 1:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fyndið að lesa mismunandi útgáfur af þessum stelpudegi eftir hvort maður les bloggið þitt eða Silju, hehe.

 
At 2:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Haha já útgáfurnar eru gjörólíkar :D

 
At 2:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

æjjj skrifaði ekki undir áðan.
Sólveig Margrét

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile