the
 
the
þriðjudagur, febrúar 26, 2008
Komin aftur til Leverkuen
Flaug aftur til Leverkusen í gær. Ykkur sem finnst ég þreytuleg á myndinni rétt eftir lendingu á Íslandi hefðuð átt að sjá mig þegar ég kom í hús í gær. Ji hvað ég var þreytt. Fór beinustu leið uppí rúm og svaf í 2,5 tíma. Vaknaði svo kl 20:30 horfði á einn dvd og fór aftur uppí rúm og steinrotaðist til kl 09 í morgun! Ég er líka þvílíkt útsofin núna :) Ég er ekki alveg að skilja þessa þreytu því ég var nú bara í hvíld heima en ekki á fullu eins og mætti halda. Ferðalögin eitthvað farin að hafa meiri áhrif á mig en hérna áður fyrr...

Bikarkeppnin var semsagt um helgina heima og FH lenti í 2.sæti með einu stigi minna en ÍR. Glæsilegt hjá ÍR og gaman en við áttum að geta betur. Frekar svekkt að hafa ekki getað stokkið en eitt stökk hefði verið nóg til að við mundum vinna. Ég pantaði flugmiðann síðasta mánudag og var hann af ódýrustu gerð, óbreytanlegur án forfallagjalds. Á þriðjudeginum fer ég til læknis því ég var búin að vera frekar slæm í hægri kálfanum (tognaði fyrir jól í þeim vinstri) í viku en hafði samt æft á það. Niðurstaða læknisins var að ég væri núna tognuð í hægri kálfanum! Þetta er nú samt bara svona 1/4 verkjalega séð frá þeim vinstri svo þetta verður ready á no time. Ég vildi ekki hætta á að rífa þetta upp á bikarnum svo Hilda greyið fékk að togna fyrir mig... Hilda stökk og tognaði í lærinu enda ekki búin að æfa stöngina síðan síðasta sumar. En ég mundi kalla þetta fórnun ársins :)

Hjá mér var það þó smá sárabót að fá að vera á hliðalínunni og vera með í stemningunni aðeins. Daginn fyrir mót hittist liðið og borðaði saman en ég hef ekki verið með í svona liðshittingi síðan ég veit ekki hvenær. Þetta er margt nýtt fólk sem ég hef aldrei kynnst og því gaman að horfa framan í það aðeins fyrir utan frjálsíþróttavöllinn.

Það var líka gott að koma aðeins heim og hitta Gumma, foreldra, ömmurnar, afa, systkyni, mágkonur, litlu frændur mína og litlu frænku. Fékk svona fjölskyldu sprautu beint í æð :)

Planið núna er bara að jafna mig í kálfanum, get lyft og gert þrek og svo er sjúkraþjálfun næstu daga og læknisheimsókn í kvöld. Gummi er svo að fara með Sólon til Lux á fimmtudag, spilar þar á föstudag og laugardag og svo ætla ég að sækja hann (eða ég sendi hann með lestinni bara) en þetta er um 2,5 tíma akstur aðra leið.
posted by Thorey @ 08:46  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile