the
 
the
föstudagur, febrúar 22, 2008
Stutt heimsókn
Ég er stödd á Íslandi þessa stundina en ég flaug einmitt heim með Silju í gær. Ég var ekki búin að segja neinum að ég væri að koma, þar á meðal Gumma og foreldrum mínum. Að hafa þetta svona óvænt var að sjálfsögðu hugmynd Silju... :)

Ég fór semsagt inní skóla til Gumma í gær og beið eftir því að hann kæmi út. Jafn undrandi mann hef ég aldrei á æfinni séð. Tók hann síðan langan tíma að fatta það að ég væri þarna.. Voða sætt og skemmtilegt allt. Einnig urðu foreldrar mínir mjög hissa þegar ég mætti heim með ferðatöskuna :)

Þetta er nú bara örstutt stopp og fer ég aftur í loftið á mánudaginn. Við sjáumst kannski einhver á vellinum um helgina eða heyrumst.
posted by Thorey @ 08:45  

3 Comments:

At 9:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá ég get rétt ímyndað mér að Gummi hafi orðið hissa og glaður, eins og hann er búinn að vera niðurbrotinn maður eftir að þú fórst ;) hehe....En velkomin til landsins. Sé þig nú vonandi eitthvað.
Kv. Helga Margrét

 
At 2:38 f.h., Blogger Unknown said...

VÁ hvað það er langt síðan ég hef dottið inn á bloggið þitt!!! =OS

er alveg búin að sitja hérna góða stund og lesa og lesa og lesa =O)

Gaman að sjá þú ert á íslandinu góða og mér finnst þú sniðug að skella þér svona heim án þess að nokkur vissi ;o)
Skil bara vel að Gummi greyið hafi þurft að horfa 2 ef ekki 3 á þig til að fatta að þú værir virkilega þarna! =O) (jafnvel klípa í þig!!)
Sniðug stelpa!

Mátt endliega setja einhversstaðar mynd af mosaík lampanum góða ;O) Föndrarann langar að sjá :O)
væri ekki ráð að fá sér Flickr og hlaða inn myndum og verkefnum í ljósmyndanáminu =OÐ... nei bara hugmynd ;O)

Fór líka að hugsa í ólympíutalinu um myndina sem ég tók af herramanninum mínum hérna um árið...
Ætti að skella honum aftur í stólinn og taka af honum mynd =O)

Jæks allt of langt comment...
Orðið allt of langt síðan síðast!
we miss you!
Knús frá okkur
Rakel og Kristófer Örn

 
At 2:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jeí gott hjá þér að koma Gumma á óvart! Get rétt ímyndað mér hvað hann hefur verið glaður að sjá þig og hissa. kv. Emilie

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile