the
 
the
þriðjudagur, mars 18, 2008
Netleysi
Ég kemst voða lítið á netið hérna og hef því ekkert sett inn hvorki hér né á thorey.net. Það er ekkert net á hótelinu þar sem við erum en ég er núna á einhverju nágranna hóteli sem ég gat smyglað mér á netið á.

Hér er annars mjög gott að vera og fínt veður til æfinga og aðstaðan ágæt. Við fáum 3 máltíðir á dag svo maður léttist allavega ekki hérna (sem er gott). Ég get þó því miður ekki æft eins mikið og ég hefði viljað þ.s það settist einhver skítur í aðra hásinina. Ég tognaði í kálfanum fyrir um mánuði en þegar það lagaðist er eins og bólgan hafi hreiðrað um sig í sininni. Ég verð því bara að gefa þessu nokkra daga og stefna á að vera alveg heil í Suður Afríku og æfa þar meira. Ég tek því túristann bara á þetta og skoða mig aðeins um.

Á sunnudaginn keyrðum við Gummi upp á eldfjallið Teide sem er hæsta fjall spánar, 3710m hátt. Hægt var að komast í 3550m fyrst á bíl og svo með kláfi. Vegna snjós var ekki hægt að fara alla leið upp. Maður fann mikið fyrir þunna loftinu og þreyttist á rölti um útsýnispallinum þarna uppi. Mjög skrítin tilfinning að upplifa það.

En jæja, ætlaði bara aðeins að láta vita af mér. Ég bíð því aðeins með thorey.net og myndirnar og kem með betri ferðasögu þegar ég kemst betur á netið. Ég hef tekið nóg af myndum allavega svo þær munu koma inn.

Bið að heilsa ykkur í bili.
Þórey á Tenerife :)
posted by Thorey @ 09:43  
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile