the
 
the
föstudagur, apríl 18, 2008
Nýr dagur, ný byrjun
Ég er vel fegin að dagurinn í gær er liðinn. Það hreinlega sprakk á dekkinu og varadekkinu á sama tíma. Fannst ég bara allt í einu svo ein að ströggla með þessar hásinar og einnig svekkt að vera heilbrigð manneskja að berjast fyrir heilsunni.. Finnst það hálf tinlgangslaust og það fer mikil orka í það. Hvað þá þegar þetta er ár eftir ár. Ég vil helst eiga þessa orku í baráttu seinna meir á lífsleiðinni ef eitthvað virkilega bjátar á þá. En jú ælti ég haldi ekki bara áfram að taka einn dag fyrir í einu og hugsa "á morgun verð ég betri". Dríf mig svo til læknisins í Munchen á mánudaginn og vona það besta. Allavega er hann mjög dýr, meðferðin verður um 150.000kr, svo hann hlýtur að geta eitthvað.

Önnur ástæða fyrir þessu öllu saman hjá mér núna er að í æfingabúðunum var jú auðvelt að geta gleymt raunveruleikanum með fullt af fólki í kringum sig og með Gumma hjá mér en núna er ég ein allar stundir með hugsunum mínum svo það er auðveldara að verða dapur. Talandi um æfingabúðirnar þá get ég sagt ykkur týpíska aukahlutasögu af mér. Það fer sjúkraþjálfari með hópnum sem er borgaður af liðinu mínu. Nema, ég fæ tvær meðferðir á tveimur vikum. Hann sagði annars alltaf við mig að þessi og hinn væri meiddur og þyrfti meðferð og hann hefði ekki tíma fyrir mig. Og ég sem varla gat skokkað! Varð bara pirruð og mjög þreytt á að geta ekki verið metin jafn mikilvæg og hinir.

En jæja nóg af klagi og væli :)

Í dag er það lyftingar á efri líkama og fimleikaþrek svo er það stökkæfing á morgun. Læt ykkur vita hvernig það fer.

Eigið góðan dag og takk aftur fyrir kommentin hér að neðan.
posted by Thorey @ 07:29  

4 Comments:

At 10:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Haltu áfram að gera góða hluti. Purasu shuko - hugsaðu jákvætt (á japönsku) !

Tom

 
At 12:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ÁFRAM ÞÓREY!
Þú ert svo sterkur íþróttamaður - þú veist ég dáist af þér - hef sagt þér það hehe

Gangi þér vel að stökkva á morgun
(hehe er að tala við þig á msn í þessum töluðum orðum hehe)

 
At 6:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Þórey
Lýst miklu betur á þetta blogg hjá þér í dag:) En ég skil þig samt svo vel að þú þurfir að kvarta og væla líka, hehe..ég geri það alltof oft...og oftast er það gott eftirá.
Ég hugsa mjög oft til þín og meiðslanna þinna. Hvernig það er að vera alltaf meiddur og geta ekki æft eins og maður vill, það er eitthvað sem ég þekki ekki ennþá, en mun þó örugglega komast að í framtíðinni.
Ein önnur ástæða fyrir því afhverju þú gefur ekki eftir og hættir. Vegna þess að þú ert svo FRÁBÆR FYRIRMYND fyrir krakka eins og mig!!
Kv. Helga Margrét

 
At 10:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fínt að losa um pirring...og svo líka flott að rífa sig upp og jú, vona að dagurinn á morgun verði betri..Vona innilega að þér fari að líða betur í líkama og sál.
Baráttukveðjur,
Sigrun Fjeldsted

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile