the
 
the
miðvikudagur, apríl 23, 2008
Læknir dagur 3
Jæja svaf þvílíkt vel í nótt enda rotuð eftir daginn. Byrjaði daginn í dag með æfingu kl 8:30. Mjög hressandi að komast aðeins á æfingu og ég skokkaði meira að segja nokkra hringi nánast verkjalaus í sinunum. Stíf þó í kálfunum eftir sprauturnar en það er alveg eðlilegt. Gat svo lyft án nokkurra fótavandamála :) Af æfingu fór ég í þessa Diagnostik klinik og lét taka mynd af bakinu á mér. Ég er nú hvorki meira né minna með 2 brjósklos! Ekki samt fá sjokk því hvorugt tilfellið er slæmt en þó nóg til að pirra mig. Hann segist geta lagað eitthvað með sprautum og fékk ég slatta af þeim í dag. Ég tek aftur fram að hann notar BARA náttúruleg efni, notar ALDREI Cortison og er harðlega á móti því. Ég fæ Actovegin (sem er kálfablóð - mínus rauðblóðkorn ofl), Traumell (sem er maurasýra) og Diskuskomposer sem er eitthvað efni sem þurrkar upp eitthvað og bla bla man ekki alveg. Allavega hljómaði þetta allt mjög traustvekjandi. Einnig fékk ég minn skammt í sinarnar. Ég vildi svo óska að íslensku læknarnar færu að opna augun fyrir öðru en Cortisoni. Heima er það eina efnið sem er sprautað.
Einnig fékk ég svo öll vítamínin í æð.
Síðast á læknadagsskránni var það röntgengeislameðferðin og svo skellti ég mér í smá dekur á naglastofu og snyrtistofu... :)

Sit núna á Starbucks en Katha, stelpan sem ég gisti hjá, er ekki með nógu gott net. Dettur sjálf alltaf offline og ég kemst ekki online í tölvunni minni. Eyði því mörgum tímum á kaffihúsi þessa dagana. Finnst það ekki leiðinlegt.

Veðrið hér í Munchen hefur ekki verið neitt spes. Skýjað og gengið á með rigningu en á morgun líta bjartari dagar við með sól og um 15-16 stiga hita :)
posted by Thorey @ 16:59  

1 Comments:

At 9:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú meiri meðferðin hjá þér. Vona svo sannarlega að þetta muni hjálpa þér að ná bata.
Allir biðja að heilsa.
Kv. Albert.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile