the
 
the
laugardagur, apríl 26, 2008
Læknir dagur 5 - lokadagur!
Síðasti dagurinn rann loks upp og gengu sprauturnar vel. Honum líst mun betur strax á hásinarnar og er ég einnig mun betri í bakinu. Svo tók læknirinn það fram að ég verði aldrei aftur ein... að ég muni fá tíma hjá honum hvenær sem ég þarf og vil. Hann verði alltaf til staðar til að hjálpa mér. Mætti halda að hann hafi lesið bloggið mitt :)

Ég verð að segja ykkur frá einu skondnu sem henti mig á fimmtudagskvöldið á leiðinni "heim" í U-lestinni. Ég sest og bíð eftir að mín lest komi en þá tylla sér tveir menn við hliðina á mér og fara að spjalla. Spurja mig hvaðan ég er og hvað ég sé að gera í Munchen. Lestin kom og þeir fara með. Einn var einu sinni mánuð á hálendi Íslands í tjaldi og hreifst af landinu (auðvitað). Svo kemur mitt stopp og þeir fara líka út þá. Fannst það nú einum of mikil tilviljun og þá viðurkenndu þeir að lestin hafi farið framhjá þeirra stoppistöð. Þeir hafi séð mig bíða eftir lestinni og URÐU bara að kynnast mér. Hrósuðu mér þvílíkt og buðu mér svo í drykk á einhverri knæpunni. Ég í íþróttagalla, með mjög þungan bakpoka og 2 verslunarpoka (já verslaði eftir að ég kvaddi ykkur síðast...) og alveg til í tuskið. NOT!!! (a la Borat) Þakkaði auðvitað bara pent fyrir mig og hjólaði í burtu.

Ég hef sjaldan verið jafn fegin að koma heim eins og í gær. Í Munchen var ég á ferðinni frá 8 eða 9 á morgnanna til 8 eða 9 á kvöldin. Svaf frekar illa allan tímann og fékk um 40 - 50 sprautur. Var því orðin vel þreytt í gær þegar ég kom heim eftir 6 tíma i lest. Fór bara beint upp í rúm og steinrotaðist. Ah eigið rúm er alltaf besti staðurinn!

Mér sýnist þetta allt hafa verið ómaksins og peninganna virði. Allavega get ég gengið um gólf án þess að líta út eins og níræð :)
posted by Thorey @ 08:37  

2 Comments:

At 6:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

nnilega til hamingju með að ljúka þessari meðferð og munchen-ferð. Nú skaltu hafa Doha í huganum, frekar en karlmenn. Tek fram að þó karlmenn séu að leita að kynlífi í 95% tilfella er þeir bjóða gellum að fara á næstu knæpu, þá eru samt undantekningartilfelli.....

Mundu svo að njóta fyrstu kepninnar eftir svona langan tíma! Það er aðalmálið.

Tom

 
At 7:42 e.h., Blogger Rikey Huld said...

Frábært að heyra að þér líði betur. Þjóðverjar geta verið furðufuglar og skil þig vel að hafa drifið þig heim en ekki farið og fengið þér drykk með þeim. Hafðu það gott:)
kv.
Ríkey og Óli

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile