the
 
the
sunnudagur, maí 04, 2008
Helgin






Ég stökk á föstudaginn í gaddaskóm á æfingu í fyrsta sinn í mjööög langan tíma. Man ekki hvort ég stökk nokkuð í fyrra á æfingu í göddum, held hreinlega ekki. Semsagt stökk held ég síðast árið 2005 í göddum á æfingu!!! Það var satt að segja skrítið að vera í göddum en þægilegt. Fann reyndar svolítið til en verkurinn var réttu megin við línuna. Hljóp fínt og var öruggari í atrennunni en gerði samt ekki mikið á stönginni. Það kemur, erfitt að ná öllu í einu svo þetta var skref í rétta átt. Stekk á morgun aftur en verð líklega bara á flötum. Verð aðeins að spara mig.

Búin að vera að taka myndir fyrir ljósmyndanámið um helgina en ég hætti reyndar við að kaupa þessi stúdioljós. Bara dýrt! Redda þessu bara með ikea ljósum í þetta skiptið enda ekki ætlast til að við komum okkur upp pro græjum í þessum kúrsi. Ásamt studio myndum er eitt verkefni núna að taka hreyfðar myndir. Þ.e með hreyfðan bakgrunn en skarpan hlut/persónu í forgrunni og öfugt. Set hérna myndir frá helginni til gamans inn,. Hefði viljað hafa verkefnis myndirnar betri en ég er bara að byrja, mun reyna aftur. Þetta er erfiðara en að segja það. Er nú langt í frá orðin almennilegur ljósmyndari en hef lært mjög mikið enn sem komið er.

Einnig kíktum við Angi í dag á maraþon hlaup í Düsseldorf í dag og þar vann liðsfélagi okkar kvennaflokkinn og komst í Ólympíuliðið. Samglöddumst henni mjög. Nutum síðan veðursins með kaffi og vöfflu og fleiru góðgæti. Það er spáð sól og hita hérna eins langt og spáin nær!!
posted by Thorey @ 16:58  

2 Comments:

At 10:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá flottar myndir hjá þér!!! Langar svooooo að læra smá ljósmyndun...

Kveðja,
Ásdís Jóh. (smá þreytt eftir brjálað TMC partý í gærkvöldi, þín var sárt saknað)

 
At 12:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hei skvís... rosa flottar myndir hjá þér!

Mig langar að fá að hoppa fyrir framan myndavélina þína!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile