the
 
the
þriðjudagur, maí 06, 2008
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?
Fyrir utan að knúsa börnin þín og maka..??

Mér finnst skemmtilegast að standa aftast á atrennubrautinni, möndla stöngina, fara yfir stökkið í huganum, hlaupa af stað, finna rythmann, finna mig sterka, finna mig háa og svo hvernig ég næ að auka inn í plantið, þegar ég planta beint fram fyrir mig, negli inn í stöngina og tekst á loft, finna svo hvernig ég næ að detta afturábak og fara yfir ránna. Þessa tilfinningu fékk ég í fyrsta sinn í gær á fullu atrennunni. Nema það litla smáatriði að fara yfir ránna... Semsagt skemmtilegasta æfingin hingað til og ég var loksins að stökkva stangarstökk (en ekki hanga og slettast á stöng stökk). Var þó ekki í göddum því ég vildi spara lappirnar aðeins fyrir keppnina. Ég er nú samt frekar eftir mig í dag en á nudd á kvöld svo þetta verður allt í lagi.

Brottför í fyrramálið svo ég bara æfi og pakka í dag ásamt því að taka aðeins til því mamma og pabbi koma svo á mánudaginn!! Jeij!!

Annars ætla ég að láta ykkur vita af mjög ódýrum miðum hjá Germanwings en þeir fljúga beint frá Keflavík til Kölnar fyrir 17.000kr!! Byrjar í júní og endar um miðjan september.
posted by Thorey @ 07:37  

3 Comments:

At 11:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

VÁáá ég held að ég hafi svifið yfir rána með þér, frábær lýsing og gott að heyra að þú ert að finna þig aftur. Aðal málið er að líða vel og gera sitt besta svo kemur árangurinn bara í ljós. Gangi þér vel. Kær kveðja Jóna

 
At 1:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér sem allra best á mótinu.
Tom K.

 
At 7:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

gangi þér vel þórey.. go go go !!!
ragna i.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile