the
 
the
sunnudagur, maí 11, 2008
Doha
Ég komst semsagt heilu og höldnu heim úr þessu frekar erfiða ferðalagi. Við ferðuðumst heim strax eftir mótið og ég svaf í um það bil hálftíma í flugvélinni. Var síðan ekki komin heim fyrr en 10 um morguninn og vá hvað ég var dauð! Byrjaði á því að steinrotast til kl 17!

Þrátt fyrir ferðalagið sjálft var ferðin í heild skemmtileg. Svo gaman að vera komin á alvöru mót í góðri umgjörð. Ég lít á veru mína á mótinu svo allt öðrum augum en áður fyrr. Áður var þetta vani og eiginlega bara sjálfsagt en núna upplifði ég svo mikið þakklæti fyrir að geta og mega vera með, ég hreinlega saug í mig hverja mínútu sem ég átti þarna. Mér finnst svo skrítin tilfinning að vera nánast heil og jafnvel í formi aftur.

Já jafnvel í formi.. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast þegar ég mætti í upphitun og vanalega er mitt fyrsta mót algjört basl. Atrennan í rugli og stökkin öll hálfgert klúður. Í þetta sinn var þetta nefninlega ekki svona. Það var mótvindur í upphitun en ég ákvað að ég yrði bara að stökkva sama hvað á gengi því vinstri hásinin var ekki nógu góð. Varð semsagt að stökkva strax og vera ekki að eyða umferðum í rugl. Tók strax 4,45m stöng sem ég hef ekki notað síðan á HM í ágúst, plantaði henni og svo bara sveif ég! Hrikalega var ég hissa :) Lét það gott heita af upphitun og byrjaði svo bara í 4m eins og nánast allar stelpurnar útaf mótvindinum. Öll stökkin mín voru góð og það var ekkert basl og rugl í gangi. Ég er tilbúin til að hækka gripið og fara á stífari stangir. Vá hvað þetta var gaman!! Hlakka til næsta móts sem verður þann 30.maí í Saulheim og Leszek verður meira að segja þar.

Í Doha var mjög heitt. Ég ætlaði að gerast svo djörf að fara niðrí miðbæ og taka nokkrar myndir daginn fyrir mótið og bað um að vera skutlað í "city center". Ok ekkert mál og c.a 5 mínútum seinna stoppaði bíllinn fyrir framan risastóran innandyra verslunarkjarna (mall..). Ég varð nú frekar súr en nennti ekki að fara að reyna að biðja gaurinn um að keyra mig annað. Steig út úr bílnum og þá blöstu við mér þessi risastóru stafir á byggingunni City Center. Ok smá óheppni en ég virkilega spyr mig samt hvort það sé enginn venjulegur miðbær þarna eins og í flestum borgum vegna hitans. Það er bara ekki hægt að rölta um á venjulegum tíma dags utandyra í búðarrápi (fór reyndar í eitthvað gullhverfi 2005 en þar voru bara skartgripabúðir). Á kvöldin lifnaði borgin við, göturnar fylltust af fólki í göngutúrum eða að leika við börnin við ströndina í myrkrinu. Qatar er víst afslappaðasta múslimaríkið á þessum slóðum og þótt þú labbir úti karlmannslaus er það enginn heimsendir. Ég sá öll tilvik á götunum: mann með konuna og þau bæði hulin, huldar konur saman að versla án karlmanns og konur í venjulegum fötum. En ég tók líka eftir því að þegar ég labbaði í hnéstuttu gallabuxunum mínum framhjá karlmönnum var gjörsamlega starað á fótleggina á mér.
Margar af "huldukonunum" voru rosa gellur þótt það sæist í ekkert nema augun eða rétt í andlitið. Kuflarnir með allskonar skrauti og flestar með rosalega flottar handtöskur frá dýrum merkjum. Skórnir einnig glæsilegir og svo eru þær einnig mjög mikið málaðar.

Ég tók ekki mikið af myndum því mér fannst nú ekkert mjög aðlaðandi myndefni í verslunarkjarnanum. Á eitthvað frá hótelinu og þetta sem ég tók hér að neðan. Set samantekt frá maímyndum seinna inn á thorey.net
posted by Thorey @ 14:46  

2 Comments:

At 11:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehe "city center" þvílík snilld.
Til hamingju með mótið. Gaman að heyra að þú sért komin á fullt og næstum alveg heil.
Gangi þér vel í baráttunni.
Kv. Albert.

 
At 7:53 f.h., Blogger Unknown said...

qzz0623
fitflops sale
bucks jerseys
nike shoes
ugg outlet
hermes birkin
true religion jeans
chopard jewelry
fitflops
air max 97
christian louboutin shoes

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile