the
 
the
sunnudagur, maí 18, 2008
Foreldravika








Mamma og pabbi komu til mín á mánudagskvöld og fóru aftur heim í morgun. Þessi vika gjörsamlega flaug áfram. Nánast allan tímann var sól og bliða (stundum of mikil blíða fyrir mömmu) og var farið í göngutúra, til Kölnar, bæinn í Leverkusen, verslað, æfingu og í lautarferð útí garð... já við útbjuggum salat og settumst á teppi útí garð. Voða kósý :)

Ég fór einnig á tvær stökkæfingar og voru mamma og pabbi á pöllunum þá. Pabbi tók myndir sem ég setti á thorey.net ásamt fleiri myndum frá vikunni. Stökkæfingarnar gengu vel og er ég komin í mjög gott form á 12 skrefunum en þarf að ná að beita mér betur á fullu atrennunni. Það kemur og ég finn þetta verða allt betra með hverri æfingunni. Gúmmíteygjan var í 4,30 í gær og var ég bara rétt að strjúka hana. 4,20 er orðið auðveld hæð á 12 skrefunum.

En vikan þurfti víst að líða og er ég orðin ein aftur í kotinu. Frekar tómlegt og næsta vika verður lengi að líða. Frábær vika að baki og ég er ekkert smá ánægð með þau að hafa skellt sér til mín.
Efstu myndirnar eru myndir sem ég tók fyrir stúdíoportrait verkefnið sem ég er búin að vera að bögglast með. Eins og sést er lýsingin ekki alveg að gera sig með lömpum útúr búð en gaman að hafa reynt og finnst mér þau bæði voða sæt á þessum myndum. Svo koma 2 myndir frá Köln og þá úr lautarferðinni. Svo erum við neðst 3 voða sæt í einum göngutúr hérna um sveitina.
posted by Thorey @ 19:44  

3 Comments:

At 8:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta mín

jiii hvað það hefur verið gaman hjá þér, múttu og pabbba. Alltaf gott að hafa sína nánustu hjá sér. Þú ert alveg frábær ljósmyndari, er hægt að bóka þig fyrir næstu töku á Þengli fyrir jól 2008 ?

Knús til þín, sæta mín
Eva Lind

 
At 8:49 e.h., Blogger Thorey said...

ó já það væri sko bara geggjað gaman!!
Knús tilbaka og takk fyrir kommentið :*

 
At 9:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það hefur greinilega verið gaman hjá ykkur þessa daga og mamma þín og pabbi bara fínustu fyrirsætur. Mjög flottar myndir hjá þér
kveðja Bryndís

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile