föstudagur, júní 06, 2008 |
Regensburg á sunnudaginn |
Það helsta í fréttum er auðvitað að Gummi kom í gær og mun vera vonandi einhverjar vikur. Tíminn er óráðinn enn því hann er meiddur og mun þetta ákvarðast svolítið á ástandinu á honum. Mig langar helst ekkert hleypa honum neitt meira heim nema þá þegar ég fer heim líka :)
Við keyrum á litlu fiestunni minni á morgun til Regensburg sem er 500km frá Leverkusen. Þar hittum við Silju, Bjögga, Óla Tómas, Tobba og Stebba sem munu keppa þar líka. Það verður því pottþétt mikið stuð á vellinum.
Vildi bara rétt láta vita af mér og læt ykkur næst vita hvernig mótið fer. |
posted by Thorey @ 12:06 |
|
|
|
|
2 Comments:
Hæ sæta,
Gangi þér rosalega vel á sunnudaginn með öllum íslendingunum :)
Vonandi rignir ekki á þig mín kæra og ætla ég að krossa fingur og hugsa til þín og senda á þig verkjalausar bylgjur.....
Tu tu..
Love you,
U
Gangi þér rosalega vel á morgun og ég bið að heilsa liðinu! Kv Ásdís
Skrifa ummæli
<< Home