the
 
the
mánudagur, júní 02, 2008
Stangir sem brotna
Jæja varð að eyða myndinni sem ég tók af mér í Munchen í dag og setti hér inn... ekki sú flottasta. Maður sér myndina svo illa eitthvað í símanum að ég tek bara sjénsinn í hvert skipti þegar ég pósta þessu hingað :) Maður getur ekki alltaf verið flottur..
Versta var að ég fékk akkurat komment um stangir sem brotna við myndina svo ég leysi þetta bara með því að skrifa um það hér.

Það gerist alltaf af og til að stangirnar brotna. Sem betur fer hefur það bara gerst 1x hjá mér í stökki og 1x þegar ég hitti ekki stokkinn með stönginni heldur setti hana undir dótið sem dýnurnar liggja á og hljóp svo á hana. Stangirnar eiga ekki að brotna í stökki en það getur þó alltaf gerst. Í verksmiðjunni eru þær prófaðar mikið og reynt að útiloka möguleika á að ný stöng brotni. Eins og ég segi, þá gerist það samt og ég sá það nú síðast í Saulheim á föstudaginn gerast þegar fyrsta stökk á nýrri stöng endaði illa, með broti. Það hefur gerst fyrir Jón Arnar líka veit ég. Gamlar stangir geta brotnað ef þær eru mjög slitnar. Einnig þarf að passa að það komi ekki þungt högg á þær eða rispa t.d eftir gadda (getur gerst þegar hætt er við stökk) en þá getur hún brotnað. Slíkt var tilfellið núna hjá Danny Ecker í Berlin í gær, högg/rispa sem olli broti. Það er ljóst að það þarf að passa vel upp á stangirnar og ganga vel frá þeim svo enginn geti leikið sér með þær og rispað illa. Lífið manns getur oltið á þessu en Annika Becker, besta þýska stelpan fyrir einhverjum árum, hætti einmitt eftir að hafa lent á höfðinu þegar stöng brotnaði. Hún rétt slapp við lömun í það skiptið en hætti stangarstökki. Hún sagðist ekki vilja setja líf sitt að veði fyrir íþrótt. Þetta er áhætta sem maður tekur og með því að passa uppá stangirnar, skoða þær af og til og setja til hliðar þegar eitthvað er, þá ætti maður að vera nokkuð öruggur.
posted by Thorey @ 19:30  

4 Comments:

At 9:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nú verð ég bara skíthrædd um þig elskan. Farðu varlega. Knús frá Hildi Jónu

 
At 9:08 e.h., Blogger Thorey said...

Æ gaman að heyra frá þér, hef saknað kommenta þinna sárt.

Heyrumst endilega fljótt.

 
At 10:41 f.h., Blogger Silja said...

Hæ skvís...
Ég var upp á kapla þegar þú braust stöng þar... og ég man að ég dáðist að þér því þú tókst næstu stöng og stökkst strax aftur... fannst það mjög merkilegt! En auðvitað verður maður að gera strax aftur svo hræðslan festist ekki (ég geri þetta með grindina líka - þegar ég dett hleyp ég strax aftur)...

En ég gleymi ekki hvað mér fannst þú mikil hetja að stökkva strax aftur! Mér brá allaveganar!

Farðu varlega og skoðaðu stangirnar þínar reglulega skvís!

Sé þig fljótlega!

 
At 1:17 f.h., Blogger zzyytt said...

kate spade handbags
nike air huarache
golden goose outlet
adidas nmd r1
coach outlet online
reebok outlet
jordans
yeezy boost 350
golden goose outlet
goyard bags

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile